Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 24

Stuðlaberg - 01.04.2022, Qupperneq 24
24 STUÐLABERG 1/2022 Sofðu ungi anginn minn, enn svo hýr og góður. Næðir svalt um Köldukinn, kenna ég vil þér, litla skinn, að forðast afglöp föður þíns og móður. Taktu aldrei upp á því að æða á jökulbungur. Þar eru veðrin þeygi hlý þraut að kúldrast víslum í og lenda í þeim ofan í djúpar sprungur. Sæktu ei á Svíahnúk svoddan heimskir kjósa. Þar er eilíft frost og fjúk, fljótt þar skryppi sál úr búk ef að tækju Grímsvötnin að gjósa. Bið ég að þú bífurnar brjóta aldrei gerir. Kennd eru fjöll við Kerlingar, komdu ekki á skíði þar. Þar eru líka lúmskir drulluhverir. Inn í Þórsmörk leið ei legg ef lifa viltu, góði. Ósköp lítið yrði úr segg ef hann liti klettavegg hrynja og valda voðalegu flóði. Eitt er ráð mitt: Aldrei far út í Surtsey, ljúfur. Þar eru eldar allsstaðar, oft þar lenda í köldum mar myndavélar, menn og þeirra húfur. Aldrei ferðu upp á hest ef að þú ert hygginn. Ef á hrossin upp er sest ausa þau og prjóna flest. Það endar með því að þú brýtur hrygginn. Ef að þú vilt elli ná, elsku litla krúttið, hollráð það skalt hafa þá, að heiman aldrei fara má. Líka er ráð að leggjast ekki í sprúttið. Skýringar: 2. erindi: vísill, amerískur beltabíll (snjóbíll) af sérstakri gerð. 3. erindi: Svíahnúkur, Eystri­ og Vestari­Svía­ hnúkar standa á norðurbrún Grímsfjalls sem er brún Grímsvatnaöskjunnar. Þeir eru kenndir við tvo unga Svía sem könnuðu þá árið 1919. Í 5. erindi er vísað til Steinsholtshlaupsins í janúar 1967, þegar Innstihaus hrundi niður á Steinsholtsjökul og olli því að blanda vatns, íss og bergs ruddist fram Steinsholtsdal og fram á aurana framan við hann — þar sem vaðið er nú á Steinsholtsá á leiðinni inn í Þórsmörk. Í 6. erindi er vísað í fræga ferð til Surtseyjar, eina af fyrstu ferðunum þangað meðan enn stóð yfir sprengigos, þegar gúmmíbátnum hvolfdi í fjörunni og Sigurður missti mynda­ vélina í sjóinn og glataði rauðu húfunni sinni. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.