Stuðlaberg - 01.04.2022, Page 27
STUÐLABERG 1/2022 27
Hrynhenda séra Friðriks
Öldurót á flúðamótum
Æskulýðsfrömuðurinn sr. Friðrik Friðriks
son sagðist ekki vera skáld, hann þvertók
fyrir það. En skáld var hann samt eins og
margir sálmar hans í Sálmabókinni vitna
um. Þeirra þekktastur er sennilega „Áfram,
Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum
vér“. Ef hann vanhagaði um sálm til að
syngja á næsta fundi hjá KFUM, þá orti hann
sálminn sjálfur eða þýddi. Og ef hann vantaði
lag til að syngja við sálminn, þá samdi hann
það sjálfur og lék á orgel.
Merkasta skáldverk séra Friðriks er trúlega
Úti og inni, 100 erinda kvæði sem hann orti
1911 í „hrynhendum tröllshætti“ eins og
hann orðar það sjálfur. Kverið kom út 1912
og aftur í 325 tölusettum eintökum á vegum
bókagerðarinnar Lilju 1952. Kvæðið fjallar
einkum um félagslíf, knattspyrnu, kristindóm
og landgræðslu. Hann las þau fyrir Steingrím
Úti og inni
Kvæðið Úti og inni er hundrað erindi
og skiptist í tíu þætti. Annar þáttur, erindi
11 til 20, fjallar um knattspyrnuna. Við
skoðum erindi 13, 14, 15 og 16 (prentað er
stafrétt eftir bókinni):
Kapp og orka óx og styrkur;
Opt varð heitt, hjá drengjum sveittum
Sókn er hörð og hamröm gerðist,
Hreyfing skjót með stæltum fótum.
Opt í sveipum saman skipast
Sveinar í hring á fóta þingi,
Eins og er myndast iða’ á sundi,
Öldurót á flúðamótum.
Stæltur þeyttist stundum knöttur,
Stalst úr þröng í boga löngum;
Loks þá benda leystist sundur,
Löng urðu skeið á vangi breiðum.
Tóku ýtar ört til fóta,
Ekki tjáði’ að standa í náðum;
Fram og aptur allir kepptu,
Ólgaði glóð í heitu blóði.
Sóttust þannig sveitir tvennar,
Sókn og vörn hjá frama gjörnum
Skjót við spörk sem skot að marki
Skiptist á í leikjum knáum.
Rjóð varð ungum rós á vanga,
Raun var gjörð á marka vörðum,
Hömuðust allir vítt um völlinn,
Veittist ei friður apturliðum.
Leiknum þreyttir þegar hættu,
Þá varð hljóð, því sveinar góðir
Settust í hring á víðum vangi,
Varð þá kyrð á hugum firða.
Drottins orðið hljóðir heyrðu,
Hófu’ upp sál í bænarmáli
Og helgum söng frá hjarta og tungu,
Heim svo gengu’ að sofa drengir.