SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 6
6
SÍBS-blaðið
annarra landa og alþjóðastofnana á borð við Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu (OECD).
Flokkun velsældarvísa
Velsældarvísar eru 40 talsins og eru þeir flokkaðir í þrjá
undirþætti með eftirfarandi undirflokka:
Félagslegir: Heilsa, menntun, félagsauður, öryggi íbúa og
jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Efnahagslegir: Hagkerfi, atvinna, húsnæði og tekjur.
Umhverfislegir: Loftgæði og loftslag, land, orka og
úrgangur og endurvinnsla.
Hverjum mælikvarða er skipt í undirflokka og þeim í til-
tekna vísa eða mælingar. Með því að skoða mælikvarðana
er hægt að sjá hvort hagsæld og lífsgæði hafi aukist, staðið í
stað eða dalað yfir tíma. Þó svo að sú þróun sem mælikvarð-
arnir sýna geti verið háð pólitískri túlkun á hverjum tíma eru
þeir hlutlægur grundvöllur fyrir umræður um stöðu sam-
félagsins.
Hagstofu Íslands var falið að halda utan um mælikvarða
um hagsæld og lífsgæði, velsældarvísa, enda falla þeir vel
að annarri sambærilegri vinnu innan stofnunarinnar, eins og
mælingum fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísarnir
byggjast einnig að stærstum hluta á gögnum Hagstofunnar,
meðal annars um efnahag, mannfjölda og menntun ásamt
gögnum úr lífskjararannsókn og vinnumarkaðsrannsókn.
Hagstofan annast söfnun upplýsinga, útfærir miðlun mæli-
kvarðanna og að metur mögulega sundurliðun gagna.
+ Betra - Verra / Óbreytt 0 Ekki búið að birta
2018 - 2022
Lífslíkur /
Lífslíkur við góða heilsu 0
Neitaði sér um læknisþjónustu -
Eigið mat á andlegri heilsu /
Menntunarstig +
Brotthvarf úr framhaldsskóla +
Símenntun +
Kosningaþátttaka -
Stuðningur annarra 0
Þátttaka í skipulögðu félagsstarfi 0
Traust til samborgara +
Traust til stjórnmálakerfis 0
Öruggur í nærumhverfi +
Eignaspjöll +
Heimilisofbeldi /
Löng vinnuvika +
Óhefðbundinn vinnutími +
Tvö störf eða fleiri +
Félagslegir mælikvarðar
Félagsauður
Öryggi
Jafnvægi milli
vinnu og
einkalífs
Heilsa
Menntun
Árið 2020 samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu forsætisráðherra um notkun félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra mælikvarða sem eru lýsandi fyrir
hagsæld og lífsgæði.