SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 9

SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 9
9 3. tbl. 2023 vegum Nomesco og Nososco sem safna samhæfðum töl- fræðiupplýsingum um heilsu og velferð á Norðurlöndunum. Í því verkefni voru sérfræðingar beðnir um að velja sjö mæli- kvarða á ójöfnuð í heilsu á Norðurlöndunum. Þar völdu þeir tvo mælikvarða á heilsufarsútkomur, annars vegar lífslíkur eftir menntun og hins vegar mat á eigin heilsu eftir menntun (Norwegian Institute of Public Health 2019). Þessir mæli- kvarðar eru mikið notaðir í rannsóknum á ójöfnuði í heilsu. Lífslíkur eru kannski eðlilegasti byrjunarreiturinn til að skoða samband ójafnaðar og heilsu þar sem hægt er að líta á langlífi sem hina endanlegu mælingu á heilsu (Raleigh 2018). Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að lífslíkur séu mikil- vægasta tölfræðin um samfélagið, þar sem þær gefa innsýn inn í hvort að stærra félagslegt vandamál sé til staðar innan þess (Hiam og félagar 2018). Mat á eigin heilsu hefur verið notað mikið í rannsóknum og talið er að einstaklingar meti bæði líkamlega og andlega heilsu sína þegar þeir svara þeirri spurningu. Sýnt hefur verið fram á að mælingin hefur tengsl við líkurnar á dauða og að hún sé góð mæling á milli landa og ólíkra hópa (Olafsdóttir 2021). Mynd 1 sýnir mun á lífslíkum fyrir þrítuga einstaklinga á Norðurlöndum á milli þeirra sem hafa hæstu og lægstu menntunina. Þar kemur fram verulegur munur og er hann meiri á meðal karla en kvenna. Minnstur er munurinn á meðal karla í Svíþjóð, eða rúm 4 ár, um það bil 4,5 ár á Íslandi, 5 ár í Noregi og um það bil 5,5 ár í Danmörku og Finnlandi. Á meðal kvenna er munurinn einnig minnstur í Svíþjóð eða tæp 3 ár, nálægt 3,5 árum í Finnlandi, Noregi og á Íslandi og næstum 4 ár í Danmörku. Þetta þýðir að á Norðurlöndunum má búast við að þrítug kona með lágt menntunarstig lifi að jafnaði 3-4 árum styttra en kona með hátt menntunarstig og að fyrir karla séu sömu tölur 4-6 ár. Mynd 2 sýnir síðan hlutfall fólks á aldrinum 25-64 ára sem metur heilsu sína góða eða mjög góða eftir því hvort það hefur lokið grunnmenntun, framhaldsskólamenntun eða háskólamenntun. Aftur kemur fram verulegur munur eftir menntun en almennt má segja að á Norðurlöndunum séu á bilinu 15-30% fleiri þeirra sem hafa lokið háskólamenntun sem meta heilsu sína góða eða mjög góða heldur en þeir sem hafa lokið grunnskólamenntun. Á Íslandi meta 70% þeirra sem hafa grunnskólamenntun heilsu sína sem góða eða mjög góða, tæp 80% þeirra sem hafa lokið framhaldsskólamenntun og nær 90% þeirra sem hafa lokið háskólamenntun. Staðan á Íslandi Ef við færum okkur svo yfir til Íslands þá var lengi álitið að jöfnuður væri mikill á Íslandi og það er vissulega rétt ef staðan er skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Þannig kemur Ísland almennt vel út þegar staðan er borin saman á heimsvísu og röðumst við ávallt í efstu sætin þegar notaðir eru mismunandi mælikvarðar til að skoða jöfnuð til dæmis út frá tekjum eða kyni. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að ójöfnuður á Íslandi er verulegur og eykst á ákveðnum tímabilum (Stefán Ólafsson 2022), að orðræða um ójöfnuð hefur aukist á undanförnum áratugum (Oddsson 2010) og að Íslendingar vilja almennt mikinn jöfnuð (Jón G. Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir 2012, 2023). Því hefur verið haldið fram að á meðan það er ójöfn- uður í samfélaginu þá munum við finna ójöfnuð í heilsu (Link og Phelan 1995) og því má segja að engin ástæða sé til þess að ætla að slíkur ójöfnuður sé ekki til staðar á Íslandi. Því kemur kannski ekki á óvart að áhugi á að mæla og skilja félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð í heilsu hefur aukist og má nefna að embætti landlæknis hefur lagt fyrir könnunina Heilsa og Líðan Íslendinga á fimm ára fresti síðan 2007 (en lagði reyndar fyrir könnun 2009 til að meta afleiðingar Hrunsins). Þessi gögn hafa verið notuð til að meta félagslegan og heilsufarslegan mun með því að þróa yfirlits- mynd af heilsufarslegum ójöfnuði en hún samanstendur af Mynd 1. Munur á lífslíkum eftir menntun fyrir þrítuga einstaklinga eftir kyni. Gögn frá 2016 eða þau nýjustu sem eru aðgengileg. Heimild: Norwegian Institute of Public Health. 2019. Indicators for Health Inequality in the Nordic Countries. (Indikatorer Pa Sosial Ulikhet I De Nordiske Landene). Oslo: Norwegian Institute of Public Health. Mynd 2. Hlutfall fólks á aldrinum 25-64 ára sem metur heilsu sína góða eða mjög góða eftir menntun árið 2015. Heimild: Norwegian Institute of Public Health. 2019. Indicators for Health Inequality in the Nordic Countries. (Indikatorer Pa Sosial Ulikhet I De Nordiske Landene). Oslo: Norwegian Institute of Public Health. Ár af jö ld i Pr ós en tu r Danmörk Danmörk Karl Grunnmenntun Framhaldsskólamenntun Háskólamenntun Kona Finnland Finnland Svíþjóð Svíþjóð Ísland* Ísland Noregur Noregur

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.