SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 14
14
SÍBS-blaðiðGrein
Hagfræðin hefur brugðist,
sagði nóbelsverðlaunahafinn
Angus Deaton nýlega, nánar
tiltekið hagfræðingarnir margir
hverjir — sérstaklega þeir hátt
skrifuðu og mest áberandi í
meginstraumnum. Ástæðan er
sú að fagstéttin hefur misst
sjónar á sínu mikilvægasta
markmiði sem á að vera það
að bæta líf fólks.
Angus Deaton fékk nóbels-
verðlaunin í hagfræði fyrir átta
árum, eða árið 2015, þó lítið
hafi verið fjallað um hann og
verk hans hérlendis. Nýlega
kom út bók eftir hann sem
nefnist Hagfræði í Ameríku
- hagfræðingur með innflytj-
enda bakgrunn kannar land
ójöfnuðarins (Economics in
America - an immigrant eco-
nomist explores the land of
inequality) og fjallað hefur
verið um á erlendum vettvangi viðskipta og efnahagsmála sem
og í helstu fjölmiðlum á þeim sviðum.
Að vera fæddur í Skotlandi, þar sem faðir hans vann í
kolanámu, er mótandi en óvenjulegur bakgrunnur þessa hag-
fræðings sem klifið hefur hæst í metorðastiganum í Ameríku.
Síðustu fimmtíu árin hefur Angus Deaton verið að klifra
þangað upp með sína innflytjenda reynslu í bakpokanum. Nú
orðinn 77 ára gamall gagnrýnir hann harðlega stétt sína og
viðurkennir mistökin innan hennar við að leggja alltof mikla
áherslu á markaði og hagkvæmni sem kostað hafi milljónir
manna lífið, segir hann í bókinni.
Velferðarríkið og velsæld
Hagfræðingastéttin hefur algerlega tapað tengslum við upp-
runa fagsins sem hefur allt frá dögum Adam Smith snúist
um velferð, skrifar Angus Deaton. Áherslan ætti að vera á
að fyrirbyggja efnahagslegar þrengingar áður en þær gerast
en ekki líta á þær sem óumflýjanlegar afleiðingar efnahags-
þróunar. Stærstu mistökin innan hagfræðinnar eru að mæla
velsæld á peningalega kvarða, heldur hann áfram.
En spurningin verður þá hvað nota skuli í stað peninga-
legra mælikvarða. Við vitum öll að margt af því verðmætasta
í lífinu og heiminum verður ekki mælt með peningum. Hreint
loft, heilbrigt líf, hamingja og ást svo nokkur dæmi séu tekin.
Hagvöxtur hefur þótt hagkvæmur mælikvarði undan-
farna áratugi fyrir velsæld, jafnt í velferðarríkjum norðursins
hér sem og þar í fátækari ríkjum í suðrinu, sem vilja gjarnan
ná okkur í velsæld. Forsendur velferðarríkjanna og þeirrar
velsældar sem mæld er á ýmsa vegu byggjast mikið til á
fjármögnun sem kemur til vegna skattheimtu og stuðlar að
auknum jöfnuði.
Hugtakið hagsæld
Þorri þjóðarinnar telur hagsæld hennar byggjast á alþjóða-
samvinnu og alþjóðaviðskiptum. Nánar tiltekið á það við um
átta af hverjum tíu landsmönnum. Þetta kom fram í könnun
sumarið 2022 sem gerð var á vegum stjórnarráðsins. Við-
skiptin og vísindin efla alla dáð og hag okkar allra, hefur
löngum verið sagt. Ljóst er að mikið af framþróun okkar hér-
Velsæld í hagrænu ljósi
Ásgeir Brynjar Torfason
höfundur er menntaður bæði í
hagfræði og heimspeki, starfar
sem ritstjóri Vísbendingar
- vikurits um viðskipti,
efnahagsmál og nýsköpun
Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Angus Deaton hagfræðingur. Mynd: Princeton University Press