SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 15
15
3. tbl. 2023
lendis hefur komið til vegna áhrifa að utan og fólk veit það.
Einangrun og innilokun er ekki líkleg leið til aukinnar hag-
sældar.
En hvað það raunverulega er sem við teljum þessa hag-
sæld vera er óljóst. Það er ekki alveg skýrt hvaða sameigin-
legu merkingu við leggjum í hugtakið hagsæld og hvernig það
aðgreinist frá velsæld eða farsæld. Orðið hagsæld er fallegt
orð og mun hlýrra en harðari orð eins og hagvöxtur eða hagn-
aður. Þau eru peningalegri en ekki eins mild og orðið hagsæld.
Samnefnarinn sem draga má fram úr þessum hagorðum
er samt augljósast sá að hagur okkar batnar. Sem er líklega
forsenda þess að vellíðan og velsæld nái fram að ganga svo
lifa megi farsælu lífi. Til að nýta peningalegu mælikvarðana til
betra lífs þá verður að mæla hina ófjárhagslegu mælikvarða
samhliða og vega þá síðan saman.
Þar koma til sögunnar ójafnaðar og fátæktar rannsókn-
irnar sem lágu til grundvallar verðlaununum sem Angus Dea-
ton fékk fyrir átta árum síðan. Sá vendipunktur hefur síðan
orðið í heimssögunni að í fyrsta sinn á komandi kynslóð ekki
von á bættum lífslíkum miðað við foreldrana, í Bandaríkjunum.
Auk þess er Kína komið fram úr þeim í meðalævilengd. Sem er
ótrúleg framþróun á undravert stuttum tíma, en ójöfnuðurinn
er enn vandi þar.
Fyrir þremur árum kom út bók eftir Angus Deaton og Anne
Case um það sem kalla mætti Dauði vegna örvæntingar og
framtíð kapítalismans (Deaths of Despair and the Future of
Capitalism). Vonleysi millistéttarinnar og mistök hagfræðinnar
leika þar stórt hlutverk sem enn skýrara verður í nýju bók
hans sem vikið var að í upphafi greinarinnar.
Framþróun og framleiðni
Leiðin að aukinni hagsæld - er heitið á sex ára gömlum
bæklingi frá Viðskiptaráði Íslands sem fjallar um þróun efna-
hagsmála og framvindu umbóta frá útgáfu Íslandsskýrslu
alþjóðlegs ráðgjafarfyrirtækis sem gerð var eftir efnahags- og
fjármálahrunið 2008. Aukning hagsældar var og yfirskrift
aðalfundar Samtaka atvinnulífsins í október 2023.
Í raun má segja að við hérlendis höfum sloppið vel frá því
hruni þó það hafi á marga mælikvarða verið einna mest fallið
hér – enda hátt farið fram að því. Kaupmáttur er gjarnan
sagður hafa aukist hér hvað mest í alþjóðlegum samanburði,
þegar miðað er við lágpunktinn 2013. Skuldir hins opinbera
eru jafnframt sagðar hafa lækkað mikið, aftur í alþjóðlegum
samanburði, og er þá miðað við hápunktinn 2008-9. Þar er
horft til stærðar skuldanna sem hlutfalli af landsframleiðsl-
unni. Sjaldnar er horft á kostnaðinn af þessum skuldum, sem
er einna hæstur hérlendis miðað við nágrannalöndin vegna
hærri vaxta.
Velsældarvísar Hagstofunnar eru mikilvæg nýjung sem
kom til í þróunarstarfi eftir fjármálahrunið úr samstarfi Hag-
stofunnar og forsætisráðuneytisins sem miða að miðlun
mælikvarða um hagsæld og lífsgæði hérlendis. Þeir byggja
á skýrslu ráðuneytisins frá 2019 um þróun íslenskra mæli-
kvarða á hagsæld og lífsgæði. Alþjóðlega fór mikil gagnrýni af
Fáðu góðar vörur á góðu verði
og láttu gott af þér leiða – þá vinna allir!
Múlalundur | Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500
www.mulalundur.is
Möppur
Úrval af möppum í öllum
stærðum og gerðum
Handavinna
Við getum pakkað, brotið,
merkt og ýmislegt annað
Allt fyrir skrifstofuna
Ritföng, pappír og aðrar
skrifstofuvörur
Kíktu á heimasíðu múlalundar – www.mulalundur.is
Þú pantar og við sendum til þín hvert á land sem er
Pappírspokar
Með og án áletrunar –
margar stærðir og litir