SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 22
22
SÍBS-blaðið
snýst ekki um það að vera brosandi allan sólarhringinn eða
vera alltaf jákvæð. Hamingjan felst í því að finna sátt við
lífið, takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt og hafa hug-
rekki til að vera með erfiðum tilfinningum. Ef það væri ekkert
myrkur þá myndum við ekki sjá stjörnurnar og á sama hátt
þá kunnum við miklu betur að meta lífið og gleðina þegar við
höfum upplifað erfiðar tilfinningar.
Hamingjufræðin hafa þróast mikið frá upphafi og nú síð-
ustu ár hafa fleiri og fleiri vísindamenn rannsakað hvað það
er sem gerir gott líf að góðu lífi. Breska ríkisstjórnin leitaði á
sínum tíma til helstu rannsakenda við virtustu háskóla þar
í landi og bað þau að taka saman hvað rannsóknir sýna að
auki hamingju og velsæld fólks. Hún bað þau um að setja
niðurstöðurnar fram á einfaldan og skýran hátt svipað og
lýðheilsuskilaboð um „5 á dag“ sem vísar í að við þurfum að
borða 5 ávexti og grænmeti á dag. Niðurstaðan varð 5 leiðir
að vellíðan og langar mig að enda á þessum skilaboðum um
það sem við getum gert til að auka hamingju og vellíðan í
lífinu.
Fyrsta leiðin snýst um mikilvægasta þáttinn fyrir hamingju
og vellíðan: Myndum tengsl.
Önnur leiðin snýr að því að vera virk og hreyfa okkur sem
er mjög mikilvægt fyrir vellíðan.
Þriðja leiðin er tökum eftir, sem minnir okkur á að vera í
núinu og njóta þess, núlíðandi stund er oftast vel viðráðanleg.
Fjórða leiðin snýr að því að halda áfram að læra og þrosk-
ast út lífið.
Fimmta leiðin snýr að því að gefa af okkur, því það er búið
að sanna að það er sælla að gefa en þiggja.
til að blómstra. Það sem við hugsum hefur bein áhrif á það
hvernig okkur líður, ef við hugsum um eitthvað jákvætt þá
líður okkur vel, ef við hugsum um eitthvað sorglegt þá erum
við sorgmædd og svo framvegis.
Það er mjög eðlilegt að upplifa sorg þegar við höfum
misst eitthvað sem okkur þykir vænt um og það er mikilvægt
að gefa sorginni gaum og upplifa hana. Það er ekki gott
að skauta bara yfir hana eða bæla hana niður. Það er
ekki hjálplegt og ef við ætlum að þvinga okkur í jákvætt
hugarástand þegar það á ekki við, þá getur það verið skaðlegt
og flokkast undir það sem kallað er óhjálpleg jákvæðni eða
„eitruð jákvæðni“. En það er heldur ekki gott að festast í
sorginni eða öðrum erfiðum tilfinningum. Við þurfum að leyfa
þeim að koma, ekki berjast á móti þeim, heldur hafa hugrekki
til að vera með erfiðum tilfinningum og finna svo farsæla
leið til að vinna okkur út úr þeim. Málið er að það fara fleiri
þúsund hugsanir í gegnum huga okkar á hverjum degi og
flestar þeirra eru ómeðvitaðar. Þar á meðal eru oft neikvæðar
niðurrifshugsanir sem gera ekkert gagn. Með því að gefa
hugsunum okkar meiri gaum og velja að gefa jákvæðum
uppbyggjandi hugsunum meiri gaum getum við bætt líðan og
aukið hamingju. Góð leið til þess að þjálfa þetta er í gegnum
núvitundarþjálfun.
Fimm leiðir að vellíðan
Það er mikilvægt að hugsa hamingjuna sem ferðalag frekar
en einhvern áfangastað sem við stefnum að. Hamingjan
Fimm leiðir að vellíðan
MYNDUM TENGSL
TÖKUM EFTIR
GEFUM AF OKKUR
HREYFUM OKKUR
HÖLDUM ÁFRAM
AÐ LÆRA
Myndum tengsl við fjölskyldu, vini,
samstarfsfólk og nágranna og gefum
okkur tíma til að hlúa að þeim. Jákvæð
sambönd við aðra eru einn mikilvægasti
þáttur hamingju og vellíðanar.
Höldum í forvitnina og tökum eftir
hinu óvenjulega. Verum í núinu. Tökum
eftir veröldinni í kringum okkur og
hvernig okkur líður. Að veita því sem
við upplifum athygli hjálpar okkur
að meta það sem skiptir okkur máli.
Gerum eitthvað fallegt fyrir vin eða ókunnuga
manneskju. Sýnum þakklæti. Brosum.
Gefum öðrum af tíma okkar. Að sjá okkur
sem hluta af stærra samhengi veitir
lífsfyllingu og eflir tengsl við aðra.
Dönsum, göngum eða förum í sund.
Njótum þess að vera úti. Hreyfing
veitir vellíðan. Mikilvægt er að finna
hreyfingu sem við höfum gaman af
og hentar ástandi okkar og getu.
Prófum eitthvað nýtt. Rifjum upp gamalt
áhugamál. Setjum upp áskorun sem við
gætum haft gaman af að takast á við.
Það er skemmtilegt að læra nýja hluti
og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmyndina.