SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 13
13
3. tbl. 2023
Ríkisstjórn Íslands er ein af núverandi velsældarhag-
kerfisríkisstjórnum (Wellbeing Economy Governments WEGo)
ásamt Nýja Sjálandi, Finnlandi, Skotlandi, Wales og Kanada.
Velsældarhagkerfi er í grunninn hagkerfi þar sem lykilmæli-
kvarðar á stöðu og árangri eru ekki aðeins hagvöxtur og
þjóðarframleiðsla heldur einnig til dæmis mælikvarðar sem
snúa að lífsgæðum, hamingju og heilsu íbúa, jöfnuði og jafn-
rétti, umhverfinu og meta almennt allar þrjár grunnstoðir
sjálfbærni í samfélaginu. Í stuttu máli má segja að það sé
verið að breyta áherslunni í að horfa fyrst og fremst á magn
hagvaxtar yfir í að meta einnig gæði vaxtarins. Markmiðið
er sporna gegn misskiptingu og dreifa auði á réttlátan hátt,
skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að vellíðan allra
samhliða því að vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir.
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur í samræmi
við þetta bent á mikilvægi þess líta til fleiri mælikvarða en
hagvaxtar við mat á framförum. Hún skilgreinir velsældarhag-
kerfi sem getuna til að skapa svonefndan dyggðahring þar
sem vellíðan borgaranna knýr efnahagslega velmegun, stöð-
ugleika og seiglu og öfugt. Stofnunin undirstrikar sérstaklega
nauðsyn þess að fólk sé í miðju stefnunnar og hafnar þeirri
nálgun að „vaxa fyrst, dreifa og hreinsa upp síðar“, fremur
leggja strax í upphafi með sanngirni og sjálfbærni að leiðar-
ljósi.
Hugmyndafræði velsældarhagkerfis leggur upp með
þrjá lykilþætti: Mannlega getu; plánetumörk; og jafnræði
í dreifingu auðlinda jarðarinnar fyrir bæði núverandi og
komandi kynslóðir. Það byrjar á þeirri hugmynd að atvinnu-
lífið eigi fyrst og fremst að þjóna fólki og samfélögum. Nálgun
velsældarhagkerfisins getur verið gagnleg til að ramma inn
núverandi áætlanir og viðfangsefni. Hún skorar ríkjandi efna-
hagsmódel, kerfisskipulag og stefnur á hólm og undirstrikar
að það er kominn tími til að víkka sjónarhornið og setja vel-
sæld fólks og jarðarinnar í fyrsta sæti.
Staðan á Íslandi
Í nýlegri útgáfu Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, Country deep dive on the well-being eco-
nomy: Iceland, er fjallað um innleiðingu velsældarhagkerfis á
Íslandi og farið yfir helstu áskoranir og tækifæri.1
Forsætisráðuneytið og Hagstofa Íslands standa að útgáfu
velsældarvísa.2 Þeim er ætlað að gefa heildarmynd af hag-
sæld og lífsgæðum landsmanna yfir tíma. Vísarnir eru sem
stendur 40 talsins og eru þeir flokkaðir í þrjá undirþætti:
Félagslegir mælikvarðar, efnahagslegir mælikvarðar og
umhverfislegir mælikvarðar samanber þrjár meginstoðir sjálf-
bærni ásamt velsældarmælikvarða.
Embætti landlæknis hefur frá árinu 2016 gefið út lýð-
heilsuvísa.3 Vísarnir eru safn mælikvarða sem gefa vís-
bendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma á
landsvísu, í heilbrigðisumdæmum og eftir því sem gögn leyfa
á afmarkaðri svæðum, þar með talið í sveitarfélögum. Líkt
og velsældarvísarnir eru lýðheilsuvísar í sífelldri þróun og er
meðal annars unnið að því að bæta inn fleiri vísum sem snúa
að umhverfi og heilsu.
Heilsueflandi starf á vegum embættis landlæknis
Í tengslum við starf Heilsueflandi samfélags, skóla og vinnu-
staða, sem embætti landlæknis stýrir í samstarfi við ýmsa
hagaðila, er lögð rík áhersla á markvisst, gangadrifið heilsu-
eflingar- og forvarnastarf sem tekur mið af aðstæðum og
þörfum hverju sinni. Auk þess að nýta lýðheilsuvísa og önnur
gögn, eru til staðar gátlistar fyrir hverja nálgun sem innihalda
viðmið um hvaða þáttum er mikilvægt að huga að til að skapa
umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðar-
háttum, heilsu og vellíðan allra í viðeigandi markhópum. Á
lokuðu vinnusvæði, heilsueflandi.is, geta þátttakandi sveitar-
félög, skólar og vinnustaðir haldið utan um sitt starf, metið
stöðu þess og framvindu.
1 https://www.who.int/europe/publications/i/item/WHO-EURO-2023-7415-47181-69111
2 https://visar.hagstofa.is/velsaeld/
3 https://island.is/lydheilsuvisar
Mynd 1. Áhrifaþættir heilsu og vellíðanar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aðlögun útgáfa embættis landlæknis af regnbogamódeli Dahlgren og
Whitehead út frá íslenskum aðstæðum.