SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 21
21
3. tbl. 2023
Stjórnvöld geta haft áhrif á hamingju fólksins
Stjórnvöld hafa heilmikið að segja um hvaða tækifæri fólk
hefur til að upplifa hamingju. Adam Smith, sem oft er nefndur
upphafsmaður nútíma hagfræði sagði árið 1790 að aðal-
markmið stjórnvalda væri að stuðla að hamingju þeirra sem
búa undir þeim og því væri hamingja þegnanna mikilvægasti
mælikvarðinn á hversu vel tækist til.1 Undir þetta tók Thomas
Jefferson árið 1809, þá forseti Bandaríkjanna, þegar hann
sagði að umhyggja fyrir mannslífi og hamingju en ekki eyði-
legging þeirra væri fyrsta og eina lögmæta markmið góðrar
ríkisstjórnar.2 Samkvæmt þessu ætti að taka ákvarðanir með
það í huga hvað leiði til mestrar hamingju fólksins.
Til þess að svo megi verða er mikilvægt að mæla hamingju
fólksins og setja fram aðgerðaráætlun sem leiðir til aukinnar
hamingju fyrir sem flesta. En stjórnvöld hafa ekki verið mjög
upptekin af því að mæla hamingju. Þær mælingar sem hafa
náð mestri athygli stjórnvalda síðustu áratugi eru hagfræði-
legir mælikvarðar eins og hagvöxtur og þjóðarframleiðsla sem
hefur leitt til þess að aðalfókusinn er að auka hagvöxt án
þess að íhuga hvaða áhrif það hafi á hamingju fólks og jarðar-
innar.
1 “All constitutions of government are valued only in proportion as they tend to
promote the happiness of those who live under them. This is their sole use
and end” Adam Smith, 1790
2 “The care of human life and happiness and not their destruction is the first
and only legitimate object of good government” Thomas Jefferson, 1809
Robert Kennedy benti á það árið 1968 að hagfræði-
legir mælikvarðar eins og þjóðarframleiðsla eykst með alls
konar þáttum sem hafa bæði neikvæð áhrif á fólk og jörðina.
Síðustu ár hafa fleiri og fleiri vakið athygli á þessu og þá ekki
síst hagfræðingar. Þeirra á meðal er Joseph Stielitz nóbels-
verðlaunahafi, en hann hefur bent á að það sem þú mælir
hefur áhrif á það sem þú gerir „if you don´t measure the right
thing, you don´t do the right thing“. Þessi hugmyndafræði, að
mæla það sem skiptir máli fyrir fólkið og jörðina hefur fengið
meðbyr á síðustu árum undir formerkjum velsældarhagkerfis
sem fjallað er nánar um í annarri grein í þessu blaði.
Það sem við mælum fær athygli og vex. Þetta á bæði við
þegar kemur að stjórnvöldum og í okkar persónulega lífi. Til
að auka hamingju í samfélaginu þurfa stjórnvöld að mæla
hamingju þegnanna og setja fram aðgerðaráætlun til að auka
hamingju byggða á rannsóknum. Það sama á við um ein-
staklinga, ef við viljum auka hamingju í okkar lífi þá þurfum
við að vera meðvituð um hvað færir okkur hamingju og hlúa
að þeim þáttum.
Hugarfar og hamingja
Eins og fram hefur komið hér að framan þá snýst hamingja
og óhamingja ekki um fjölda vandamála eða erfiðleika í lífinu.
Það sem greinir þarna á milli er hvernig fólki tekst að takast á
við mótlætið. Þau sem sjá erfiðleika sem eitthvað sem brýtur
þau niður verða fórnarlömb og finna síður fyrir hamingju en
þau sem líta á erfiðleika sem eitthvað sem þau geta tekist
á við og sigrað. Þannig verða þau gerendur í því að finna
lausnir og leysa vandann.
Hugarfar hefur áhrif á það hvernig þú lifir lífinu þínu,
hvernig þú tekst á við áskoranir, mótlæti, fyrirhöfn, gagnrýni
og hvernig þú lítur á velgengni annarra. Sálfræðingurinn
Carol Dweck hefur sett fram kenningu um hugarfar þar sem
hún fjallar um hugarfar festu og grósku. Þegar fólk er í
festuhugarfari þá forðast það áskoranir, gefst auðveldlega
upp þegar það lendir í hindrunum og mótlæti og tekur því
mjög illa ef því mistekst, og þá er betra að sleppa því að
reyna. Þau líta svo á að mistök endurspegli eða komi upp
um takmarkanir þess. Það tekur gagnrýni mjög persónulega,
heldur sig við það sem það kann og þekkir og finnur fyrir
afbrýðisemi þegar öðrum gengur vel, velgengni annarra vekur
því ógn. Hins vegar þegar fólk er í gróskuhugarfari þá sækir
það í nýjar áskoranir og finnur uppbyggilegar leiðir til að
takast á við þær, er til í að prófa nýja hluti, lítur á hindranir
og mótlæti sem verkefni til að takast á við og mistök sem
tækifæri til að vaxa, eitthvað sem hægt er að læra af og finnur
fyrir innblæstri og hvatningu þegar öðrum gengur vel.
Það er mikilvægt að átta sig á því að enginn hefur lofað
okkur því að lífið verði auðvelt og sanngjarnt. Með því að gera
ráð fyrir mótlæti er hægt að vinna sér inn smá forskot og láta
það ekki koma sér á óvart þegar mótlæti eða erfiðleikar verða
á vegi okkar.
Jákvæðni – jákvæðar hugsanir
Það er vísindalega sannað að við þurfum fleiri jákvæðar
hugsanir og tilfinningar en neikvæðar til þess að líða vel. Þær
neikvæðu eru sterkari og því þarf hlutfallslega fleiri jákvæðar
FESTU
HUGARFAR
GRÓSKU
HUGARFAR
Ég elska áskoranir
Mistök hjálpa mér
að vaxa
Ég hef gaman að því
að prófa nýja hluti
Ég sé gagnrýni sem
tækifæri til að bæta mig
Ég finn fyrir innblæstri
þegar öðrum gengur vel
Ég forðast áskoranir
Mistök endurspegla
takmarkanir mínar
Ég held mig við það
sem ég kann
Ég tek gagnrýni
mjög persónulega
Ég finn fyrir vanmætti
þegar öðrum gengur vel
ÁSKORANIR
VELGENGNI
ANNARRA
MÓTLÆTI
FYRIRHÖFN
GAGNRÝNI
Byggt á rannsóknum Carol Dweck Ph.D | © Heilsuhönnun
HUGARFAR
ÞITT HEFUR ÁHRIF Á ÞAÐ HVERNIG ÞÚ LIFIR LÍFI ÞÍNU
og hurfarið er hægt að rækta!