SÍBS blaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 8
8
SÍBS-blaðið
stigskiptingu á þann hátt að lélegri heilsa fylgir lægri félags-
og efnahagslegri stöðu og að munur á milli þjóðfélagshópa
hefur aukist eða staðið í stað í mörgum löndum. Spurningin
sem stendur eftir er hvernig geta lönd brugðist við þessu og
kom fram að fimm þættir hafa mest áhrif á ójöfnuð í heilsu
(Sigríður H. Elínardóttir, Hildur B. Sigbjörnsdóttir og Jón Ó.
Guðlaugsson 2021). Þeir eru: 1) félagslegt óöryggi og ónóg
félagsleg vernd; 2) ójöfnuður í menntun og skortur á trausti;
3) skortur á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskil-
yrðum; 4) atvinnuleysi, óhóflegur vinnutími og ófullnægjandi
vinnuaðstæður; og 5) ónóg gæði og aðgengi að heilbrigðis-
þjónustu (Sigríður H. Elínardóttir, Hildur B. Sigbjörnsdóttir og
Jón Ó. Guðlaugsson 2021, bls. 8).
Norræna þversögnin
Ef við skoðum samfélög út frá jöfnuði mætti ætla að ójöfnuður
í heilsu væri hvað minnstur á Norðurlöndunum. Rannsóknir
hafa þó sýnt að þetta er ekki svo einfalt og hefur verið talað
um norrænu þversögnina í heilsu. Þrátt fyrir að hafa þróað
víðfeðmustu velferðarkerfi á heimsvísu, oft álitin eitt helsta
tækið til að draga úr ójöfnuði, þar með talið ójöfnuði í heilsu,
hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að ójöfnuður í heilsu er
ekki ávallt minnstur á Norðurlöndunum. Þessar rannsóknir
hafa meðal annars sýnt að ójöfnuður í heilsu er oft á tíðum
meiri á Norðurlöndunum en í löndum Suður Evrópu eða Bret-
landi. Þrjár skýringar hafa verið gefnar á þessu. Í fyrsta lagi að
velferðarkerfið hafi hreinlega ekki náð þeim árangri sem vonast
var til og þó að eitt af markmiðum þess sé að draga úr ójöfnuði
sé enn verulegur munur á aðstæðum fólks, meðal annars út frá
tekjum, auðæfum og húsakosti. Í öðru lagi hafa breytingar á
lagskiptingu og félagslegum hreyfanleika búið til nýjar tegundir
ójöfnuðar. Þannig hefur störfum í ýmiss konar láglaunastörfum
fækkað og þau sem sinna þessum störfum standa hallari fæti
en þau sem gegndu slíkum störfum í fortíðinni eða sem sinna
slíkum störfum í öðrum löndum. Á sama tíma hefur forskot
þeirra sem eru menntaðir aukist og er menntun til dæmis
enn tengdari háum tekjum en áður (Mackenbach 2017). Þó
hefur verið bent á að menntun skili sér síður til launa á Íslandi
en í þeim löndum sem við berum okkur almennt saman við
(Sigurður Jóhannesson, 2023). Að lokum þá taka þau sem
eru meira menntuð betur við sér þegar fram kemur ný þekking
sem bætir heilsu okkar (Mackenbach 2017). Til að mynda voru
reykingar á sínum tíma algengari á meðal efri stétta en þegar
skaðsemi þeirra kom í ljós voru það þær sem drógu fyrst úr
reykingum og/eða hættu þeim alfarið (Link og Phelan 1995).
Þessar rannsóknarniðurstöður hafa eðlilega vakið
áhyggjur á Norðurlöndunum og árið 2019 kom út skýrsla á
Það eru ekki íbúar í ríkustu
löndum heims sem búa við
bestu heilsuna, heldur íbúar í
þeim löndum þar sem mestur
jöfnuður ríkir (Wilkinson
1996). Það eru ýmsar ástæður
fyrir því, til að mynda jafnari
aðgangur að heilbrigðisþjón-
ustu en einnig ýmiss konar
tæki sem stjórnvöld nota til
minnka líkur á fátækt og draga
úr áhrifum neikvæðra lífsvið-
burða (t.d. að missa vinnuna)
á líf einstaklinga. En það er
ekki þannig að ójöfnuður í
heilsu fyrirfinnist ekki í jafnari
samfélögum, heldur sýna
rannsóknir fram á að slíkur
ójöfnuður fyrirfinnst nánast
alls staðar á öllum tímum.
Fátækt og félagsleg staða
Einu sinni var talið að með því að jafna aðgengi að heil-
brigðisþjónustu og að útrýma fátækt væri hægt að fjarlægja
ójöfnuð í heilsu, en rannsóknir í Bretlandi sýndu fram á að
svo var ekki (Marmot og fleiri 1991). Þar kom fram að jafnvel
á meðal karla í öruggu starfi hjá hinu opinbera voru það engu
að síður þeir sem voru lægra í virðingarstiganum sem voru
líklegri til að deyja úr ýmiss konar sjúkdómum á tíu ára tíma-
bili. Þetta sýndi fram á að það er ekki nóg að skoða algjöra
fátækt heldur erum við öll stödd einhvers staðar á hinum
félagslega stiga innan hvers samfélags og hvar við erum á
þessum stiga hefur áhrif á líf okkar og heilsu. Það eru í raun
fáar niðurstöður sem eru eins almennar á milli samfélaga og
yfir tímabil heldur en sambandið á milli verri efnahagslegrar
og félagslegrar stöðu og verri heilsu og það sem meira er þá á
þetta við um fjöldann allan af heilsufarsútkomum, hvort sem
það eru lífslíkur, algengi alvarlegra sjúkdóma, andleg heilsa
eða mat á eigin heilsu.
Viðfangsefnið hefur verið skoðað mikið innan og á milli
landa af fræðafólki og stefnumótendum. Evrópuskrifstofa
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar setti á laggirnar verk-
efni sem miðaði að því að öðlast skilning á hvað orsakar
ójöfnuð í heilsu með það markmið að búa til þekkingarbrunn
sem nýta mætti í stefnumótun. Niðurstöður þeirrar vinnu
sýna mun í öllum löndum sem tilheyra Evrópuskrifstofunni út
frá menntun og tekjum, að þessi ójöfnuður tengist félagslegri
Ójöfnuður í heilsu
Grein
- SÍÐAN 1947-
Sigrún Ólafsdóttir
prófessor í félagsfræði