Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Side 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 19.06.2023, Side 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 725 3. tbl. 31. árg. Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið skilgreindar sérstakar stofnhjólaleiðir sem ná yfir stóran hluta þess. Uppbygging þeirra heyrir að miklu leyti undir Samgöngusáttmálann sem gerður var milli ríkis og sveitarfélaganna árið 2019. Útfærsla stofnhjólaleiðanna var unnin af vinnuhópi á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu og var litið sérstaklega til samgönguhjólreiða við skipulagningu þeirra. Hjólaleiðirnar þurfa að uppfylla viss skilyrði um hönnun til að tryggja umferðaröryggi og gæði. Við undirbúning stofnhjólaleiðanna voru gerðar sérstakar talningar til að meta hvar mesta þörfin væri á að aðskilja hjólandi og gangandi vegfarendur og unnið út frá þeim. Í kjölfarið voru umferðarmestu staðirnir settir í forgang og einnig horft til þess hvar Borgarlínan kemur til með að vera en gert er ráð fyrir að meðfram henni verði góðar göngu- og hjólaleiðir. Hjólað á eigin vegum Hjólreiðar eru skemmtileg, hagkvæm og umhverfisvæn útivist sem stuðlar að bættri lýðheilsu. Mikilvægur þáttur í því að auðvelda fólki á öllum aldri að komast leiðar sinnar á hjóli um höfuðborgarsvæðið er uppbygging stofnhjólaleiða sem tengja saman sveitarfélög, hverfi og atvinnusvæði. Stígar og undirgöng Á næstu vikum og mánuðum bætast við nýir göngu- og hjólastígar og undirgöng víða um höfuðborgarsvæðið. Í heildina eru þetta 2,3 km af hjólastígum, sem liggja um tvenn undirgöng. → Tvístefnu hjólastígur í Elliðaárdal í Reykjavík, sem nær frá gömlu Vatnsveitubrúnni að Grænugróf, verður tilbúinn á næstu vikum, en framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna mánuði. → Undirgöng við Bústaðaveg, fyrir ofan Sprengisand í Reykjavík, fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, ásamt nýju aðskildu stígakerfi eru á lokametrunum. → Aðskildir göngu- og hjólastígar meðfram Strandgötu í Hafnarfirði, sem ná frá hringtorgi við Hvaleyrarbraut og að Strandgötu við Reykjanesbraut verða að öllum líkindum tilbúnir snemma í sumar. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í fyrra og miðar vel áfram. → Undirgöng við Arnarneshæð í Garðabæ fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verða tilbúin um mitt sumar. Framkvæmdir við undirgöngin hófust í fyrrasumar en tafir urðu meðal annars vegna langrar kuldatíðar í vetur. ↑ Hjólastígur í Elliðaárdal. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.