Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 34

Úrval - 01.12.1975, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL hann dreymdi fjallið. Einn draumur er honum sérstaklega minnisstæður og vekur honum alla tíð furðu. Honum fannst hann vera á ferðalagi með móð- ur sinni í lest og út um gluggann sá hann Ruapehu. Skyndilega greip hann hræðsla og hann sagði við móður sína: „Það er eitthvað að, við veltum!“ Og svo þrýsti hann sér að henni. Á aðfangadag 1953 var þessi draum- ur tíu ár að baki og nærri gleymdur. Ellis tók þá skyndiákvörðun þetta kvöld að keyra til Rangantaua, sem var 60 km, og heimsækja foreldra sína, ásamt konu sinni og tengdamóð- ur. Þegar þau voru um 15 kílómetra frá ákvörðunarstaðnum stöðvaði hann litla sendiferðabílinn sinn til að huga að honum. Það var hljótt og lyngt á sléttunni, 600 metra yfir sjávarborði, en í fjarska heyrðist einkennilegt sífr- andi hljóð sem styrktist stöðugt. Ellis áttaði sig ekki á hvað þetta gæti ver- ið. Skömmu seinna rann það upp fyrir honum. Eftir fimm kílómetra akstur í viðbót komu þau til staðar sem heit- ir Tangiwai, sem á máli Maoríanna þýðir „Vötnin grátandi". Ef nafnið skírskotar til mannlegrar sorgar átti það eftir að fá staðfestingu áður en nóttin var úti. Við Tangiwai lágu tvær brýr yfir Whangaehufljótið, járnbrautarbrú og bílabrú. Járnbrautarbrúin var á lín- unni milli Wellington í suðri og Auck- land í norðri, þar sem Elísabet drottn- ing var nú stödd. Klukkan var um það bil kortér gengin í ellefu, þegar Ellis komst til l'angiwai og uppgötvaði að svo hátt væri í fljótinu að það rann yfir bíla- brúna. Það var skýringin á þessu ein- kennilega hljóði. Það hafði ekki rignt nýlega og þetta gríðarlega vatnsmagn gat aðeins komið frá einum stað — Ruapehu. Ellis var svo ákafur að komast til Rangataua að hann hélt áfram og reyndi að aka bílnum yfir brúna, þótt hún væri undir vatni, en vatnið dýpk- aði ótrúlega hratt. I birtunni af bíl- ljósunum sá hann gríðarlegan múr af kolmórauðu vatni lcoma æðandi og brúin hvarf fyrir augum hans. Hann náði í síðustu andnrá að koma bílnum í afturábak gír og forða sér. Ellis vissi ekki að þetta sem hann varð vitni að var annað og meira en flóðbylgja. Það var Ruapehu, sem hafði spúið af sér gígavatninu og sendi þúsundir tonna af leirbornu vatni og ís niður fjallshlíðina, í æðandi skriðu sem reif allt lauslegt með sér. Hávaðinn var ærandi. Ellis reyndi að lýsa með vasaljósi upp eftir fljót- inu. Uppyfir ólgandi vatnsöldur, þar sem stórir klettar veltust um í átök- unum og trén þyrluðust um eins og eldspýtur, náði ljósgeislinn að járnbrautarbrúnni. Það var jafnvel það óskiljanlegasta. Miðbik brúarinn- ar var gersamlega horfið. Aðeins járn- brautarteinarnir voru eftir og þegar þeir höfðu ekki lengur stuðning að neðan löfðu þeir niður í miðjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.