Úrval - 01.12.1975, Side 93

Úrval - 01.12.1975, Side 93
COTZIAS LÆKNIR OG ÉG Hann kynnti mig fyrir samstarfsfólki sínu, sem heilsaði mér hljóðlega en formlega. „Við höfum ákveðið að gefa þér Sinemet,“ sagði hann. „Það er eitt efnilegasta lyfið af þessum nýju. Það er sambland af L-dopa og hindrandi efni, sem dregur úr því að aðrir vefir en heilinn brjóti dopað niður. Með því að koma meira af dopa til heilans, getum við minnkað skammtinn og þar með hliðarverkanirnar. Það er ólík- legt, að við hittum þegar í stað á réttan skammt. Við verðum að gera tilraunir. Minnka skammta og auka skammta. Jafnframt verðum við að fylgjast mjög vandlega með þér, skrá ytri einkenni, kanna starfsemi líffær- anna, efnagreina líkamsvessana. Þar að auki færðu margháttaða meðferð: Líkamsþjálfun, sálfræðilega meðferð, efnaskiptalega meðferð og rétt matar- æði. Ef eitthvert þessa atriða færir okkur fimm prósent nær því að ná valdi á þessum sjúkdómi, er mikil- vægt að vinna þessi fimm prósent.“ Hann spratt eins og fjöður upp af stólnum og brunaði út, með hirð sína á eftir sér eins og slóða. Ég hafði varla sagt aukatekið orð meðan á þessu stóð, en nú mundi ég eftir mörgum knýjandi spurningum. Ég kom mér á fæturna og hélt til dyra svo hratt sem ég kunni. Þegar ég kom fram í hring- salinn, var Cotzias að hverfa inn í næsta klefa. Yfirhjúkrunarkonan kom auga á mig og rauf fylkinguna til að 91 koma til mín. Með lágri áminningar- rödd sagði hún: „Við förum aldrei út úr klefum okkar, fyrr en Cotzias læknir hefur lokið stofuganginum.“ Þar með tók hún þéttingsfast um handlegg mér og ýtti mér aftur inn. ÞJÁNINGARBRÆÐUR. Við vor- um ellefu, sjúklingarnir í Parkinsons- álmunni, af báðum kynjum, á aldri frá 40—70 ára. Einkenni okkar voru næsta fjölbreytt; engin tvö okkar höfðu fyllilega sömu einkenni, og mér er nær að halda að engir tveir Park- insonssjúklingar af þeirri hálfri ann- arri milljón, sem til eru í Bandaríkj- unum, hafi algerlega sömu einkenni. Maðurinn á stofu eitt, sem ég ætla að kalla Cordell, var sjötugur að aldri, með gríðarlegan, hvítan hármakka. Hátt á enni hans voru merki eftir uppskurð, sem sýndu, að einu sinni hafði verið gerður á honum heila- skurður til þess að draga úr riðunni af völdum sjúkdómsins. Skurðurinn hafði stöðvað riðuna í nokkur ár, en hann hafði líka eyðilagt rödd hans um aldur. (Síðan Cotzias gerði uppgötv- un sína um L-dopa, er ekld lengur gerður heilaskurður á Parkinsons sjúklingum nema í sérstökum neyðar- tilfellum). Cordell hafði verið mál- snjall og harðfylginn þingmaður, og starfsbræður hans spáðu honum mik- illi framtíð. En hann missti það, sem hann mátti einna síst án vera: Rödd- ina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.