Goðasteinn - 01.09.1964, Page 15

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 15
menn, skáld og rithöfundar, fylgdu í fótspor hans. Upp úr óförum Dana í stríðinu við Þjóðverja (1864) óx lýð- skólahreyfingunni mjög fylgi í Danmörku, enda rná segja, að danska þjóðin hafi þá sótt þrótt sinn til nýrrar þjóðernislegrar og menningarlegrar sóknar fyrst og fremst til lýðskólahreyfingarinnar. Meðal boðbera þessarar skólastefnu hérlendis skal aðeins fárra getið. Þegar fyrir aldamót, og á meðan hans naut við, barðist Guðmundur heitinn Hjaltason mjög fyrir máli þessu. Upp úr alda- mótunum ráðast tveir ungir áhugamenn í það að stofna hér alþýðu- skóla, er starfa skyldu í anda hinna dönsku lýðháskóla. Þeir voru Sigurður Þórólfsson, er stofnaði alþýðuskólann á Hvítárbakka árið 1905. Hinn var síra Sigtryggur Guðlaugsson, er stofnaði Núps- skóla 1906. Báðir höfðu þeir, Sigurður og Sigtryggur, dvalizt í Danmörku og kynnt sér þar lýðskólahreyfinguna. Þcssi þróun skal ekki rakin hér lengra. Á unglingsárum mínum, árunum 1928 og 1929, dvaldi ég við nám í alþýðuskólanum á Hvítárbakka. Þar var þá skólastjóri Lúðvík Guðmundsson, er síðar stofnsetti Handíða- og myndlistar- skólann og stýrði honum um fjölda ára. Minnist ég jafnan með þakklátum huga þeirrar heiðríkju og hins örvandi, vekjandi anda, er þar sveif yfir vötnum. Auk nokkurra almennra námsgreina, þ. á m. 1-2 erlend tungu- mál eftir frjálsu vali nemenda, var þar megináherzla lögð á móðurmálskennsluna, íslenzkar bókmenntir að fornu og nýju og sögu. En ekkert var ef til vill áhrifaríkara í skólastarfinu en alúð sú og rækt, er lögð var á leiðsögn í skapgerðarmenningu (Karakter- pædagogik). En á því leikur eigi efi, að einmitt á þessu skeiði ævinnar, - en meðalaldur okkar nemenda var um 18-20 ár, - er hugur ungmenna hvað næmastur og opinn fyrir áhrifum, sálir þeirra leitandi að svörum við ótal aðsteðjandi spurningum um lífið og tilveruna. í þessu efni fljúga mér í hug ummæli, er hinn kunni sænski guðfræðingur og skólamaður Manfred Björkquist eitt sinn lét frá sér fara. Hann sagði: „Nú á tímum vcrða margir æskumenn að sigla Goðasteinn U

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.