Goðasteinn - 01.09.1964, Side 29

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 29
námsskrárnefnd fyrir barna- og gagnfræðastigið og hefur mætt sem fyrirlesari og fulltrúi fslands á skólamótum á Norðurlöndum og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum. Hefur ritað fjöl margar greinir í blöð og tímarit hérlendis og erlendis, einkum um skóla- og menningarmál. Flutti um 200 erindi um ísland á veg- um Norræna félagsins í Svíþjóð. Eftir hann eru bækurnar Is- lándska drákttraditioner, Stokkh. 1949, Islándskt byggnadskick, fjölr., Stokkh. 1951, Félagsfræði, Rvík 1962. Magnús er kvæntur Brittu, f. 22. jan. 1923, frá Bollnás í Svíþjóð og eiga þau átta börn. Britta er lærð söngkona og var stundakennari við Skógaskóla 1949-54 í söng og tónfræði. Jón R. Hjálmarsson, f. 28. marz 1922, frá Bakkakoti, Vestur- dal í Skagafjarðarsýslu. Hann hóf nám í bændaskólanum á Hólum og lauk þar prófi 1942. Tók gagnfræðapróf utanskóla við Menntaskólann á Akur- eyri 1945. Lauk stúdentsprófi við M. A. 1948. Stundaði nám við Háskólann í Osló 1948-54. Lauk prófi í forspjallsvísindum 1949. Cand. mag. prófi í sögu, ensku og þýzku 1952. Lauk prófi í upp- eldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands 1953 og cand. philol. prófi við Háskólann í Osló í sagnfræði 1954. Hann kenndi í stundakennslu á námsárum í Oslo og Reykjavík. Var ráðinn skólastjóri Skógaskóla 1954 og hefur gegnt því starfi síðan. Formaður Islendingafélagsins í Osló 1953-54, formaður á- fengisvarnanefndar Austur-Eyjafjallahrepps frá 1954, formaður byggðasafnsnefndar frá 1955, á sæti í stjórn skólastjórafélags hér- aðsskólanna og félags skólastjóra gagnfræðastigsins. Hefur ritað margar greinir í blöð og tímarit hérlendis og erlendis og samið bækurnar: Atburðir og ártöl, Rvík 1957, Mannkynssaga handa framhaldsskólum, Rvík 1961, Mannkynssaga 2. hefti, Rvík 1962, önnur útgáfa af Mannkynssögu 1. og 2. h., Rvík 1963. Hefur flutt mörg útvarpserindi, einkum um sagnfræðileg efni. Jón er kvæntur Guðrúnu Hjörleifsdóttur, f. 10. apríl 1927, frá Reykjavík, og eiga þau fjögur börn. Guðrún stundaði nám við húsmæðraskólann á Riisby í Noregi 1949 og við Statens kvinne- Goðasteinn -V

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.