Goðasteinn - 01.09.1964, Side 30

Goðasteinn - 01.09.1964, Side 30
lige industriskole í Oslo 1953-54. Hún hefur kennt í stundakennsiu við Skógaskóla handavinnu stúlkna 1954-55, handavinnu stúlkna og vélritun 1958-59 og vélritun frá 1962. Albert Jóhannsson, f. 25. sept. 1926, frá Teigi í Fljótshlíð. Hann stundaði nám i Héraðsskólanum að Laugarvatni og lauk þar gagnfræðaprófi 1946. Fór síðan í Kennaraskóla Islands og lauk kennaraprófi 1948. Dvaldist á námskeiði fyrir kennara í lýðhá- skólanum í Askov í Danmörku sumarið 1949. Veturinn 1952-53 stundaði hann nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn og lagði stund á dönsku, sáiarfræði og kennslufræði. Hann hóf kennslu við barnaskólann í Laugardal 1948-49 og réðst kennari að Skógaskóla haustið 1949 og hefur starfað hér síðan, nema árið 1952-53, er hann var í orlofi erlendis. Aðal- kennslugrein hans hefur verið danska, en auk þess hefur hann kennt teikningu, heilsufræði, dýrafræði, skrift og fleira. Hann er áhugamaður um hestamennsku og á sæti í stjórn Landssambands íslenzkra hestamanna. Hefur ritað greinir í blöð og tímarit. Albert er kvæntur Erlu Þorbergsdóttur frá Hraunbæ í Álftaveri, og eiga^þau fjögur börn. Snorri Jónsson, f. 2. marz 1925, frá Siglufirði. Hann hóf nám í héraðsskólanum að Reykholti og lauk þar gagnfræðaprófi 1946. Fór síðan í Iþróttakennaraskólann að Laug- arvatni og lauk íþróttakennaraprófi 1947. Stundaði nám við Handíðaskólann í Reykjavík og lauk handavinnukennaraprófi 1949. Hefur síðan verið á nokkrum íþróttanámskeiðum og námskeiðum fyrir handavinnukennara á Laugarvatni og Reykjavík. Hann var starfsmaður í Reykjavík við íþróttaskóla Jóns Þor- steinssonar 1947-48 og kenndi við Alþýðuskólann á Eiðum 1949- 50. Réðst kennari að Skógaskóla haustið 1950 og hefur starfað hér samfleytt síðan. Aðalkennslugreinar hans hafa verið leikfimi- sund og aðrar íþróttir og verknám pilta. Hefur um langt árabil veitt forstöðu sundnámskeiðum á vorin fyrir unglinga úr Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.