Goðasteinn - 01.09.1964, Page 60

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 60
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byiðasafni - V. Safnsaga Byggðasafnið í Skógum er sameign Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu - í tveimur sjálfstæðum deildum þó að skrásetn- ingu. Skógaskóli hefur fóstrað það og annazt, jafnvel má segja, að það eigi honum líf að launa. Saga þess byrjaði á sýslufundi Rang- æinga 1945. Þar átti sr. Jón M. Guðjónsson í Holti frumkvæði að því, að byggðasafni sýslunnar yrði komið upp. Byggðasafnsnefnd var þá kosin. Skipuðu hana, auk sr. Jóns, Guðmundur Erlendsson hreppstjóri á Núpi og Þórður Tómasson í Vallnatúni. Árið 1946 var ísak Eiríksson frá Ási kosinn í hana í stað sr. Jóns, sem þá varð prestur á Akranesi. Árið 1952 kusu Vestur-Skaftfellingar í byggðasafnsnefnd þá Jón Þorsteinsson sýslumannsfulitrúa í Norður-Vík og Óskar Jónsson bókara í Vík. Sveinn Einarsson á Reyni varð eftirmaður Óskars í henni. Sýslumenn Rangæinga og Skaftfellinga, þeir Björn Fr. Björnsson og Jón Kjartansson, veittu þessu máli brautargengi frá byrjun. Sama er að segja um sýslunefndarmenn. Söfnun muna í byggðasafnið gekk framar vonum. ísak Eiríksson annaðist hana um vestanverða Rangárvallasýslu. Þórður Tómasson safnaði um austurhlutann og Vestur-Skaftafellssýslu. Safnmunum var komið fyrir í kjallaraherbergi í Skógaskóla 1. des. 1949. Er það einn merkasti atburður í sögu safnsins. Magnús Gíslason skólastjóri fagnaði komu þess og greiddi götu þess margvíslega næstu árin. Brátt varð þetta húsnæði ofskipað munum. Tvö sumur, 1952-54, var safninu komið fyrir í kennslustofum Skógaskóla. Önn- uðust Magnús skólastjóri, samkennarar hans og fleiri þá vörzlu 58 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.