Goðasteinn - 01.09.1964, Page 68

Goðasteinn - 01.09.1964, Page 68
Orms Svínfellings. Skeggi mun hafa fæðst um 1200 en dó 24. ágúst 1262. Hann var kenndur við bæ sinn og nefndur Skóga-Skeggi, at- kvæðamikill höfðingi að því er ráða má af heimildum. Börn þeirra Solvcigar voru mörg og mcrk. Eyjólfur Skeggjason bjó í Skógum eitir íoreldra sína. Um þær mundir kreppti mjög að Skógum. Er getið um tvö gos úr Sólheimajökli á þrettándu öld, 1243 og 1263. Virðist hið síðara hafa gert mikinn usla beggja vegna Jökulsár ef rnarka má heimildir. Brandur Andrésson, Sæmundarsonar í Odda, býr í Skógum, að því er ráða má af Sturlungu. Brandur dó 1273. Brandur skógur Eyjólfsson bjó í Skógum á fyrra hluta 14. aldar og d.ó 1331. Þrýtur þá Skógvcrjatal Landnámu. Ættfræðingurinn Steinn Dofri hefur gert grein fyrir síðustu Skógvcrjum miðalda. Telur hann son Brands höfðingjann Eyjólf gamm Brandsson, scm andaðist í hafi nærri Hjaltlandi 1339 og var fluttur til Skálholts og grafinn þar. Sonur hans var Þorsteinn faðir Markúsar í Skógum, sem drepinn var 1390 af tengdasyni sínum, Sæmundi Stefánssyni. Við árið 1391 segir í annál Flateyjarbókar: „Fangaður Sæmundur Stefánsson út af Þykkvabæjarklaustri og tekinn af eftir dómi .... Kallaði hirðstjóri til Skóga, en Sumarliði hélt föðurins vegna“. Sumarliði var bróðir Markúsar í Skógum. Hefur Þorsteinn faðir þeirra þá enn verið á lífi. Sumarliði fór utan 1393, vafalítið vegna þessa máls en kom fyrir ekki. Skógaeignir féllu undir konung vegna óbótaverks eigandans. Nefndust þær Skógalén og voru eftir- taldar jarðir: Eystri- og Ytri-Skógar, Drangshlíð, Skarðshlíð, Bakki, Hörðuskáli, Lambafell og Berjanes. Eftirtektarvert er, að Skógar, Drangshlíð og Skarðshlíð er meirihlutinn af landnámi Þrasa gamla. Hefur það haldizt í ætt hans um 500 ár. Sagnir um víg Markúsar hafa gengið í munnmælum til þessa dags. I skjali frá 28. júní 1777 segir svo: „Sagt er, að bóndi nokk- ur, ríkur, hafi búið í Skógum .... Sagt er hann hafi i bræði sinni drcpið son sinn, þá hann var að járna hest í því plássi, sem heitir Drangshlíðardalur. Stórir klettar, er þar standa, kallaðir af því óhappaverki Grimmdarsteinar“. Svipaða sögu mun Árni Magnússon prófessor hafa heyrt um 1700. Eyða er í ábúendatali Skóga frá 1400-1600. Um aldamótin 1600 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.