Úrval - 01.12.1978, Side 7
DAGLEGT LÍF Á ÍSLANDI
5
sér óbeðið að drekka hjá henni. En
svo fór siðast, að handleggur manns
hennar gekk úr liði, er ég með
guðshjálp kom aftur í stand, að hér
varð endirinn sá besti.
Frá áminnstu plássi fórum við inn á
Réttarbakka, fyrir framan
Hliðarenda, og tjölduðum þar. Fór
karlinn i burt til sinna útréttinga í
Hlíðina. En þá mér leiddist að biða
hans bað ég smaladreng frá Hliðar-
enda, er þar var nærri, gæta tjalds og
farangur, og sótti mér hest til burt-
reiðar. Prentari Halldór Eitíksson átti
konu þá, er Guðrún hét. Hún var
dóttir (rétt mun vera systir) þess nafn-
kennda manns Jakobs við Búðir, og
var stórærleg kona. Systur átti hún, er
Jóhanna hét, hennar maður hét
Ölafúr Gislaon; bjuggu þau í
Múlakoti þar innar í Hlíðinni. Atti ég
að færa þessari Jóhönnu bréf og þækur
og tækifæri til þess. Sagði smalamað-
urinn mér til vega inn eftir. En ég
ókunnugur fór götuvillt á forn-
ar götur, sem lágu ofarlega um
túnið að vestan að nefndum
bæ, svo þá ég var svo langt kom-
inn hélt ég þar áfram í hlaðið.
Þar standa úti fyrir þrír kvenmenn,
ekkja sem hét Ingunn og tvær vinnu-
konur hennar. Hún spyr mig, hvar
fyrir ég hafi tún sitt riðið. Ég svara:
,,Af ókunnugleika,” er ég biðji hana
að forláta. Hún spyr hvaðan ég sé. Þá
ég henni það segi, segir hún ei sé
annars að vænta af oss en skelmiríis,
Norðlingunum. Og þá mig minnst
varði, þrífa mig af baki sem óðar og
ærar, taka vönd og ætla að afhýða
mig, og segjast muni kenna mér að
gera slíkt oftar. Ég braust um sem
orkaði, og svaraði þessu: „Væri hér
nú Jóhanna systir mín, þá munduð
þið sjá mig í friði.” Við þetta orð
hættu þær upp á tímann og spurðu:
„Ertu skyldur henni?” En ég játaði
því mér til frelsis, hvað þó ekki var.
Fornam ég þá, að hún væri ei heima,
heldur frammi í seli, þar á aurunum,
svo þá ég slapp, varð ég alls hugar
feginn að hitta hana. Hún tók í allra
besta máta á móti mér. Fortaldi ég
henni allt, hverninn farið hefði um
mig síðan í Hlfðina kom. Sagði hún
þessi hefði verið von, því þær væru
verstar þar af öllum, er ég hefði fyrir
hitt, en hún skyldi þakka nábúa konu
sinni fyrir mig og dækjum hennar,
hvað hún og svo ærlega gerði.
Ekki voru þó öll kynni Jóns af
konum, er hann hitti fyrir á ferðalög-
um sínum á þessa leið. Grípum niður
er hann segir frá annarri sendiferð:
Hin þriðja höfðingskona, er ég
komst í viðskipti við og kunningsskap
var stórgöfuga kvinna madame
Jórunn Skúladóttir á Hlíðarenda,
hústrú sr. Brynjólfs Þórðarson-
ar Thorlacius. Ég var til
hans sendur með bréf og reikn-
inga að norðan, því klaustur-