Úrval - 01.12.1978, Side 10

Úrval - 01.12.1978, Side 10
8 ÚRVAL frá mér í stað aftur. Nú er sent út eftir mér, og ég leiddur inn í eitt kamers. Þar sat hann fyrir á dönskum lang- brikastólk á hverjum klútur og salvetti (munnuþurrkur) lágu til beggja handa. Hann var yfrið stór- skorinn maður í andliti og að öllu öldungslegur. Hann hafði hvítt lokkaparryk á höfði, sem náði á axlir og herðar niður, í bláum kjól með stórum kúluhnöppum af silfri og studdi sig fram á silfurbúinn reyrstaf við yfirdekkt borð. Mátti ég nú brúka öll sniðugheit er ég kunni, í orði og viðmóti, því hann var stórum upp á það, og afhenti honum bréfin með stóru bugti. Svo var ég til borðs settur og fyrst tevatn borið, og síðan einn annar dúkur á borð látinn, og þar á fat með fraukosti: brauði, osti, kjöti, sírópi, smjöri og ég man ei hvað. I tintalerkinum, er ég skyldi af snæða, var tréplata látin á botninn, að knífseggin skyldi ei snerta eður rispa hið minnsta tinið. Þar var og líka við höndina hvítt salvet og tannstöngull, ef með hefði þurft. Var mér hér minnkun búin, ef ei hefði áður til manna heyrt og séð. Að þessu búnu var upp á bréfín svarað, og gekkst hún mest fyrir því — nokkuð betur búin en áður. Að skilnaði buðu þau mér hvað mig vanhagði um, hvort það væri nesti, reiðingur, járn eður þess kyns, er ég afþakkaði. Þó mátti ég endilega þiggja brennivínsmörk, brauð og tóbak að því skapi. Svo var þá höfðingja siður og lund. En á versluarferðum Jóns, meðan hann var sendimaður og umferðar- sali, skiptust á skin og skúrir. Grípum niðurí annarri ferð: Úr greindum tjaldstað, Holtsend- um, fór ég á svo kallaða Prestfít fyrir neðan Teig í Fljótshlíð, fór ég upp að Bytru til frænda míns síra Magnúsar Einarssonar til að fá mér þar reiðing, er mig vanhagði um. Hann var nýgiftur og vel við öl. Segir hann við mig: ,,Þér er krókur að fara út fyrir Kokkslæk af fítinni upp á hálsinn; þegar þú í dag tekur lest þxna upp, þá far hér beina stefnu rétt yfír tún mitt, og láttu lestina aldrei við standa; skaðar það ekkert, því nú er veður þurrt og reisir grasið sig strax við aftur.” Ég hlýddist á þessi ráð og eftirlátsemi — það tók af heilmikinn krók — og rak svo lestina rétt upp eftir með gilsbarminum. En þá upp eftir túninu færðist og nær bænum, miklaðist mér að reka yfír svo mikið og gott gras sem þar var fyrir, og læt lestina fara ofan í gilið, er ég sá að engan veginn var svo skaðvænt, því ég sá að fyrir vestan lækinn var mýri með dýjum og stóru þýfi, sem heyrði til þeim bæ er Grjótá heitir, og er næst fyrir vestan Bytru (Butrildastaðir réttu nafni). Liggur þaðan frá greindri mýri þýft tún vestur að bænum. Þar bjó sá bóndi er Páll hét, kominn til aldurs, en þó mikið illmenni. Hann sér til ferða minna, og ég muni ætla að reka yfír mýrar- hvamm hans. hleypur að heiman með kaðal í hendi og allt hyski hans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.