Úrval - 01.12.1978, Síða 10
8
ÚRVAL
frá mér í stað aftur. Nú er sent út eftir
mér, og ég leiddur inn í eitt kamers.
Þar sat hann fyrir á dönskum lang-
brikastólk á hverjum klútur og
salvetti (munnuþurrkur) lágu til
beggja handa. Hann var yfrið stór-
skorinn maður í andliti og að öllu
öldungslegur. Hann hafði hvítt
lokkaparryk á höfði, sem náði á axlir
og herðar niður, í bláum kjól með
stórum kúluhnöppum af silfri og
studdi sig fram á silfurbúinn reyrstaf
við yfirdekkt borð. Mátti ég nú brúka
öll sniðugheit er ég kunni, í orði og
viðmóti, því hann var stórum upp á
það, og afhenti honum bréfin með
stóru bugti. Svo var ég til borðs settur
og fyrst tevatn borið, og síðan einn
annar dúkur á borð látinn, og þar á
fat með fraukosti: brauði, osti, kjöti,
sírópi, smjöri og ég man ei hvað. I
tintalerkinum, er ég skyldi af snæða,
var tréplata látin á botninn, að
knífseggin skyldi ei snerta eður rispa
hið minnsta tinið. Þar var og líka við
höndina hvítt salvet og tannstöngull,
ef með hefði þurft. Var mér hér
minnkun búin, ef ei hefði áður til
manna heyrt og séð. Að þessu búnu
var upp á bréfín svarað, og gekkst
hún mest fyrir því — nokkuð betur
búin en áður. Að skilnaði buðu þau
mér hvað mig vanhagði um, hvort
það væri nesti, reiðingur, járn eður
þess kyns, er ég afþakkaði. Þó mátti
ég endilega þiggja brennivínsmörk,
brauð og tóbak að því skapi. Svo var
þá höfðingja siður og lund.
En á versluarferðum Jóns, meðan
hann var sendimaður og umferðar-
sali, skiptust á skin og skúrir. Grípum
niðurí annarri ferð:
Úr greindum tjaldstað, Holtsend-
um, fór ég á svo kallaða Prestfít fyrir
neðan Teig í Fljótshlíð, fór ég upp að
Bytru til frænda míns síra Magnúsar
Einarssonar til að fá mér þar reiðing,
er mig vanhagði um. Hann var
nýgiftur og vel við öl. Segir hann við
mig: ,,Þér er krókur að fara út fyrir
Kokkslæk af fítinni upp á hálsinn;
þegar þú í dag tekur lest þxna upp, þá
far hér beina stefnu rétt yfír tún mitt,
og láttu lestina aldrei við standa;
skaðar það ekkert, því nú er veður
þurrt og reisir grasið sig strax við
aftur.” Ég hlýddist á þessi ráð og
eftirlátsemi — það tók af heilmikinn
krók — og rak svo lestina rétt upp
eftir með gilsbarminum. En þá upp
eftir túninu færðist og nær bænum,
miklaðist mér að reka yfír svo mikið
og gott gras sem þar var fyrir, og læt
lestina fara ofan í gilið, er ég sá að
engan veginn var svo skaðvænt, því
ég sá að fyrir vestan lækinn var mýri
með dýjum og stóru þýfi, sem heyrði
til þeim bæ er Grjótá heitir, og er
næst fyrir vestan Bytru (Butrildastaðir
réttu nafni). Liggur þaðan frá
greindri mýri þýft tún vestur að
bænum. Þar bjó sá bóndi er Páll hét,
kominn til aldurs, en þó mikið
illmenni. Hann sér til ferða minna,
og ég muni ætla að reka yfír mýrar-
hvamm hans. hleypur að heiman
með kaðal í hendi og allt hyski hans