Úrval - 01.12.1978, Side 21

Úrval - 01.12.1978, Side 21
MANNÆTAN f CHABUNKWA 19 skjóta upp kollinum þegar maður síst væntir. Til vonar og vara ætlaði ég að sofa í opnum bílnum innan í boma með stóra riffilinn til taks. Ég er ekki sériega viðkvæmur, en þegar maður hefur nýlokið við að stinga jarðneskum leifum annars manns 1 kaffidós til greftrunar, fer ekki hjá því að manni detti sitthvað í hug. Ekki veit ég hvað vakti mig nokkru síðar — ef til vill hljóð. en þó ltklega fremur sjötta skilningarvitið, sem þróast vel í myrkviði Afríku. Ég lá og hlustaði í nokkrar langar mínútur, en sagði svo við sjálfan mig að þetta væru bara taugarnar. Um leið og ég lagði augun aftur, rauf ójarðneskt óp þögn næturinnar. Ég þreif riffilinn og blys, svipti þyrnigerðinu til hliðar og hljóp berfættur á hljóðið, þangað til ég kom að kofa 1 hinum jaðri þorpsins, þar sem hurðin lafði á einni leðurlöm. Inni var æpandi og snöktandi maður, skelfingin uppmál- uð í blóðhlaupnum augum hans. Hljóður gaf mér merki með fingra- smellum og ég fór út fyrir til hans. Klóförin voru greinileg I mjúkri jörðinni. Ég sá, að þarna voru fótaför eftir stórt karlljón. Ég sneri aftur inn í kofann. Maðurinn var enn með tryllingsglampa í augum, en róaðist um síðir svo að hann gat skýrt okkur frá málavöxtum. Hann hafði vaknað þegar konan hans fór fram úr til að ganga örna sinna. Hann hafði sagt henni að fara ekki út, en hún lét ekki segja sér fyrir verkum. Um leið og hún steig út fyrir, greip ljónið hana. Hún þreif i hurðina, og eiginmaðurinn sá ljónið toga í fót hennar þangað til hún var strengd milli gins þess og hurðarinnar. Ailt í einu lét efri lömin undan, og konan missti takið. I sömu andrá var ljónið komið ofan á hana, iagði höfuð hennar saman með einu snöggu biti og dró hana á brott í flýti. Enn voru tvær stundir til dögunar. Kannski gætum við elt ljónið uppi og náð því meðan það væri enn að éta bráð sína eða svala þorstanum, áður en það legðist til hvíldar yfir heitasta tíma sólarhringsins. Klukkan hálf sex lögðum við Hljóður af stað, um leið og dögunin tók að breyta trjánum í afskræmdar ófreskjur. Hljóður var viss um, að þetta var sama ljónið og hafði staðið að drápinu nóttina áður. Hljóður þurfti ekki annað en líta í svip á viku- gömul spor, ttl þess að geta frætt mann um uppáhaldslit ljónsins og líklegar, pólitískar skoðanir þess. Langan spöl lá slóðin um gisið skóglendi, en beygði síðan af leið og inn í þéttan undirgróðurinn á bakka hinnar grunn.) Munjamadsíár. Vaxgrænn gróðurmn var álíka hár og einnar hæðar hús. A111 varljóninuí vil á þessum slóðum, og ég reyndi ekki að blekkja sjálfan mig með því að telja mér trú um að ljónið væri ekki þarna. Það hafði sannað það tíu sinnum nú þegar, að það hafði engan beyg af manninum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.