Úrval - 01.12.1978, Page 22

Úrval - 01.12.1978, Page 22
20 ÚRVAL Þegar við héldum inn í þykknið var Hljóður rétt á undan mér og gekk mjög álútur, hafði ekki augun af slóðinni en hélt spjótinu á undan sér eins og lensu. Venjan er sú, meðal veiðimanns og burðarmanns, að annar fylgir slóðinni, en hinn reynir að verja þá fyrir árásum. Það er ógerningur að veiða og rekja slóð samtímis. Ég hafði öryggið ekki á rifflinum, og næturkíkirinn var spenntur á hann, svo hægt væri að miða í flýti þótt skuggsýnt væri. Við fikruðum okkur örhægt áfram og hlustum eftir brotnandi beinum eða lágu urri ljóns- ins, meðan það mataðist. Rakur, mjúkur svörðurinn eyddi fótataki okkar, en ekki hjartslætti mínum. Ég hafði áður kynnst árásum ljóna: lamandi öskrinu, snöggum kippum skottsins og ótrúlegum hraða dýrsins. Ljón í árás hafa mælst fara 100 metrana á rétt rúmum þremur sekúndum. Ef það réðist á okkur hér, yrði það úr svo miklu návígi, að ekki ynnist tími til að skjóta nema einu sinni — ef þáþað. Fyrir framan mig stirðnaði Hljóður og varð að svartviðarstyttu. Hann var enn álítur og hallaði höfðinu í fast að mínútu, horfði á eitthvað vinstra megin við slóðina. Það flaug í gegnum huga mér, að ef ljónið kæmi nú, myndi ég missa riffilinn af því' ég var svo sveittur á höndunum. Löturhægt og í áföngum kom.i Hljóður aftur á bak frá staðnum, þar sem hann hafði staðið. Ég sá svörtu hnúana hans hvítna utan um spjóts- skaftið. Svo gaf hann mér til kynna með látbragði, að rétt utan við slóðina lægi kvenmannshönd og hann fyndi lykt af ljóni. Hægur andvarinn færði mér þessa sömu lykt, sem getur ekki komið nema af einu; hún minnir á blautan húskött í hita. Ég fann taugar mínar stríkka, ég dró djúpt andann og lagði af stað, með riffilinn brugðinn við mjöðm. Mér þótti ég næstum finna augnaráð ljónsins hvíla á mér. Ég lyfti öðrum fætinum til að ranna honum hægt áfram en varð þá var við eitthvað rétt við hægri oln- boga minn. Ösjálfrátt vatt ég mér að hljóðinu og rak þá riffilhlaupin í bóg ljónsins, sem var á lofti. Hausinn var kominn fram hjá hlaupunum; það var of nærri til að hægt væri að miða og skjóta. Það var eins og ljónið stæði kyrrt í loftinu, en hálflamaður heili minn hrópaði, ,SKJÖTTU! ’ ’ Um leið og ljónið skall á mér, hljóp skot úr hægra hlaupinu, annað hvort af því að ég hef óskjálfrátt tekið í gikkinn, eða af högginu er ljónið lenti á mér. Ég veit ekki hvort var. Kúlan kom í það neðan við rifin og gegnum kviðinn neðarlega, grunnt en þó illa, og bógurinn sviðnaði við riffilhlaupið. Ég slengdist til jarðar og riffillinn fleygðist frá mér. Ég stirðnaði upp og bjóst við að finna tennurnar sökkva 1 háls mér eða öxl, og hugsaði hve fljótt þetta tæki af. Þá barst hróp í gegnum vitundarþoku mína. Það var Hljóður,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.