Úrval - 01.12.1978, Síða 48

Úrval - 01.12.1978, Síða 48
46 stund. Það er eins og hún sé að verð- launa sig.” Það var eitthvað óvenjulegt við fas Debbíar. Hún sat teinrétt á þykku mottunni framan við eldstæðið. Hún hringaði sig ekki saman eða þvoði sér, hún horfði bara beint fram. Það var eitthvað við hana, annað hvort í ryk- ugum feldinum eða hálfvilltum svipnum, sem gaf mér vísbendingu. Þetta var sérstakur atburður hjá henni, fágætur viðburður. Hún var að drekka í sig þægindi, sem ekki var hægt að veita sér í daglegu lífi hennar. Og meðan ég horfði á hana reis hún á fætur trítlaði hljóðlaust fram og hvarf. ,,Svona gerir hún alltaf,” sagði frú Ainsworthog hló við. ,,Hún staldrar aldrei nema svo sem tíu mín- útur.” Frú Ainsworth var á fimmtugs- aldri, hnellin og þægileg, sú tegund viðskiptavina sem sérhvern dýralækni dreymir um. Hún var efnuð, örlát, og átti þrjá hunda. Það þurfti ekki annað en að einhver hundurinn setti upp enn meiri sograrsvip en ella til þess að frú Ainsworth ryki í símann jog óskaði eftir dýralækni á stund- inni. Þess vegna urðu komur minar til hennar tíðar en auðveldar, og ég fékk nóg tækifæri tii þess að fylgjast með kettinum, sem vakið hafði áhuga minn. Einu sinni lágu hundarnir þrír á mottunni við arininn og dormuðu. Debbí sat á milii þeirra eins og hún ÚRVAL var vön, teinrétt, niðursokkin við að stara inn í kolaglæðurnar. Ég reyndi að vingast við hana. Með því að nálgast hana ofurhægt og tala róandi til hennar tókst mér að strjúka með einum fingri um kjamma hennar. Hún þáði þetta með því að núa sér upp að hönd minni, en svo þótti henni mál að fara. Þegar hún var komin út, stökk hún í gegnum gat á girðingunni og það síðasta sem ég sá til hennar, var að hún hljóp í löngum stökkum út yfir regnvott túnið. ,,Hvert skyldi hún fara?” tautaði ég, mest við sjálfan mig. Frú Ainsworth kom til mín. ,,Við höfum aldrei getað komist að þvi,” svaraði hún. NÆST HEYRÐI ÉG frá frú Ainsworth á joladagsmorgun, og það var afsökunarhreimur í rödd hennar. „Herriot,” sagði hún. ,,Mér þykir leitt að þurfa að trufla þig á þessum degi.” En þrátt fyrir fágaða framkomu konunnar, leyndi sér ekki að henni var mikið niðri fyrir. ,,Það er Debbí. Það er eitthvað að. Geturðu ekki komið strax?” Þegar ég ók yfír markaðstorgið, flaug mér í hug að á jóladag væri Darrowby eins og klipptur út úr sögum Dickens: Autt torgið með þykkri mjöll á húsaþökunum og drúpandi fram af upsunum, marglit jólaljósin glitrandi í gluggum hús- anna, sem eins og hölluðust hvert að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.