Úrval - 01.12.1978, Síða 54
52
ÚRVAL
Það var um miðjan júlí 1973, að ég
vann við rannsóknir við Brjánsiæk og
ferðamannahópur frá Reykjavík kom
á staðinn. Þeir höfðu safnað saman
nokkrum steingervingum með fömm
eftir Iaufblöð og vildu fá að vita
hvernig þessar jurtir gátu varðveist og
hvers konar jurtir þetta væru. Við
hvaða skilyrði höfðu þær vaxið? Það
var sönn ánægja fyrir mig að gefa svo
áhugasömum áheyrendum upplýs-
ingar.
Sérfræðingar, sem unnið hafa að
náttúruvísindum þekkja vei verk
Steins Emilssonar og Jakobs Líndal.
Hvomgur þeirra var jarðfræðingur að
mennt, en þeir gáfu út jarðfræðirit,
sem höfðu mikið vísindalegt gildi og
em enn mjög áhugaverð. Steinn
Emilsson hélt áfram rannsóknum
Þorvaldar Thoroddsen á surtarbrands-
lögum á Vestfjarðakjálkanum, en
Jakob Líndal gaf nákvæma lýsingu á
jarðfræði norðurlands og vakti fyrstur
manna athygli sérfræðinga á hinni
einstæðu steingerðu flóm í Víðidal,
sem er frá því fyrir ísöld.
Ef til vill kannast margir við ýmis-
legt af því sem ég mun nefna hér á
eftir úr ritum Þorvaldar Thoroddsen,
sem nefndur hefur verið „faðir
íslenskrar jarðfræði”, og úr ritum
ýmissa annarra íslenskra vísinda-
manna, svo sem Guðmundar Bárðar-
sona og Jóhanns Axelssonar. En það
er þó ekki fyrr en á síðustu áratugum,
eftir að bergsegulmælingar hófust að
hægt er að ákvarða aldur berg
tegunda með vissu, að unnt er að
rekja atburði fortíðarinnar í tímaröð
og þau þróunarstig, sem íslenskur
gróður hefur gengið í gegnum og þær
loftslagsbreytingar, sem hafa átt sér
stað.
Upplýsingar þessar byggjast á
steingerðum blöðum, aldinum og
fræjum og ennfremur á smásæjum
frjókornum og gróum, sem varð-
veitast einkar vel, og þó sérstaklega í
surtarbrandslögunum milii blágrýtis-
laga. Fundarstaður plöntustein-
gervinga eru á þriðja hundrað víðs-
vegar um ísland og þó einkum úti við
strendur þess innan um forn basalt-
lög. Nýjustu rannsóknir sýna, að jarð-
saga Islands er ekki ýkja löng — eða
15-18 milljónir ára. Ef við berum
hana saman við sögu jarðarinnar, sem
nær yfir að minnsta kosti 6-6,5
milljarða ára og segðum að saga
jarðarinnar næði yfir eitt ár, þá
kæmist jarðsaga íslands fyrir á einum
degi.
Hvernig var þá gróður og loftslag á
íslandi, þegar saga landsins var að
hefjast? Það er skráð í „steinannála”
Vestfjarðakjálkans, í nánd við Selár-
dal í Arnarfirði, í surtarbrands-
námunum í Bomi í Súgandafirði og í
öðrum surtarbrandslögum við
strendurnar. Á næstunni munu
rannsóknir á hinum óbyggðu svæðum
nyrst á vestfjörðum veita miklar
upplýsingar um þessi efni.
Á þessum löngu liðnu tímum var
ísland þakið laufskógum. Mest bar á
beyki, en einnig uxu fleiri kulvísar
trjátegundir svo sem magnolía,