Úrval - 01.12.1978, Síða 58
36
ÚRVAL
^Úr tjeimi læknavísiijdanija
HJARTA KONUNNAR LÍKA VIÐ-
KVÆMT
Hjarta konunnar er að líkindum
ekkert sterkara fyrir eituráhrifum
sígarcttureykinga heldur en hjarta
karlsins, j>ótt sumir hafi hingað til
hallast að þeirri skoðun. Ný
rannsókn, sem fór samtímis fram á
mörgum sjúkrahúsum, leiddi í ljós að
sígarettureykingar og eingöngu síga-
rettureykingar voru ástæðan fyrir
þremur af hverjum fjórum hjarta-
áföllum. ..Komast mætti hjá 75%
hjartaáfalla, en konur reyktu ekki,,”
var niðurstaða rannsóknaraðila hjá
Heilsugæslustöð Bostonháskóla en
niðurstöðurnar voru birtar í The New
Englandjournal of medicine.
Vísindamenn Bostonháskóla
rannsökuðu 55 hjartatilfelli kvenna
og báru saman við 220 aðrar konur, á
sambærilegum aldri, í sambærilegum
heimkynnum og þjóðfélagsstéttum,
sem lagðar voru inn á sjúkrahús af
öðrum ástæðum en hjartaáföllum.
Til þess að einangra reykingar-
áhættuna, var sneytt hjá þeim
konum, sem höfðu eitthvað annað
það til að bera, sem vitað er að veldur
hjartasjúkdómum, svo sem offitu eða
sykursýki.
í Ijós kom, að áberandi samhengi
var fundið milli þess, hve mikið var
reykt, og hjartasjúkdóma. Konur,
sem reyktu 35 sígarettur eða fleiri á
dag var 14 sinnum hættara, en þeim,
sem reyktu 15-24 sígarettur 4,6
sinnum hættara.
,, Allt fram að þessari
rannsókn,” sagði Dennis Slone,
læknir, sem stóð fyrir rannsókninni
ásamt starfsbróður sínum Samuel
Shapiro, ,,var alltaf hægt að segja, að
tekið hefði verið mið af konum, sem
hætt var við hjartasjúkdómum af
öðrum orsökum en reykingum, en nú
erþað ekki lengur.”
Úr Boston Globe
VALDUR LYME-LIÐAGITARINN-
AR FUNDINN?
Agnarlitil blóðsuga, lxodes scap-
ularis, er talin vera smitberi
sérstæðrar liðagigtar, sem skotið
hefur upp kollinum í Bandaríkjum. í
þrjú ár hafa læknarnir Stephen E.
Malawista, Allen C Steere ogjohn A.
Hardin við Yale háskóla leitað
ástæðunnar fyrir liðagigt, sem kennd
er við svæðið umhverfis Lyme í
Connecticut, þar sem hennar varð
fyrst vart síðla árs 1975. Venjulega
byrjar hún sem harður, rauður
blettur, oft í nára, holhönd eða á
rasskinn. Oft kemur svo þreyta í kjöl-
farið, kuldaköst, hiti, höfuðverkur og
stirðleiki í hálsi, og bletturinn
breiðist út, getur orðið allt upp 1
hálfur meter í þvermál. Liðagigtar-