Úrval - 01.12.1978, Síða 63

Úrval - 01.12.1978, Síða 63
A Ð KVEÐA B UR TLEIÐINDIN 61 var 60 stundir eða meira 1 staðinn fyrir 35-40 núna. Nú til dags eru leiðindi hins vegar talin eitthvað óbærilegt, eitthvað, sem verði að drepa með því að snúa rofa eða gleypa pillu eða hendast af stað í bíl eða á mótorhjóli. Samtímis hafa einmitt allsnægtirnar, sem við höfum skapað okkur, slævt skilningarvitin og gert okkur viðkvæmari fyrir ieiðindum. Það er aðeins meðal hinna sárfátæku, sem börn nútímans verða að bíða lengi eftir hjólinu eða stereógræjunum eða bílnum, sem þau verða að fá. En einmitt það, að hlakka til einhvers, sem mann langar sárlega til, er einhver mesta fullnægja, sem hægt er að öðlast. Þeir sem fara á mis við hana, fara svo sannarlega á mis við mikið. Þessi vandi er víðar til. Velgengni í skóla er næstum sjálfsagður hlutur, jafnvel þótt nemendur hafi ekkert lagt á sig og engu verulegu bætt við sig. „Normal” vitnisburður í menntaskóla er nú fremur A og B fremur en C. Kynmök, venjulega án dýpri merkingar, eru nú veitt við fyrsta stefnumót fremur en eftir marga mánuði eða jafnvel ár á biðils- buxunum. Afleiðingin er sú, að ungmennin hafa fátt að hlakka til. Og afleiðingin er leiðindi. Fæstir borgarar hafa heldur neitt krefjandi að fást við í daglegu lífi lengur. En er hægt að fara í erfiðar gönguferðir, sigla brattar flúðir, klífa há fjöll — en þess háttar viðfangsefni verður að búa sér til. Þau eru ekki lengur hluti af daglegu lífi, eins og þau voru á dögum frumbyggjanna. Henry P. Ward, geðlæknir í Washington, segir að lífið bjóði í frumdráttum aðeins upp á tvennt: stöðugt öryggi og kjölfestu eða stöðuga ögru og áhættu. ,,í fyrra tilvikinu er viðkomandi sífellt leiður,” segir hann. ,,í því sfðara oftast smeykur. Ef lífið er of slétt og fellt, er ekki gaman að því. Það er nauðsynlegt að taka nokkra áhættu. ’ ’ En það eru til aðferðir til að bægja frá sér leiðindum á öllum aldurs- stigum og undir öllum kringumstæð- um. Foreldrar geta hjálpað börnum sínum með því að kenna þeim að bfða — bfða og vinna fyrir því, sem þeim stendur hugur til. Það er aldrei of snemma byrjað að kenna börnum, að lífið getur aldrei orðið endalaus röð gleðistunda. Anna Jones, yfirlæknir við Wilson Center í Minnesota, sem starfar með börnum er eiga við persónuleg vandamál að glíma, segir: „Leiðindi eru oft tilraun til að víkja sér undan sársauka. Mörg börn neita að viðurkenna þá stað- reynd, að gleði og sorg skiptast á — þau hafna sorgarhlutanum og draga sig þá inn í leiðindi sín. ” Ábyrgð vinnuveitenda gagnvart starfsfólki þeirra er hin sama ög foreldranna gagnvart börnunum. Þeim ber skylda til að gera störfin eins örfandi og mögulegt er, bæði vegna starfsfólksins og vegna þeirra afkasta, sem þeir óska eftir. Sérhver starfs-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.