Úrval - 01.12.1978, Qupperneq 63
A Ð KVEÐA B UR TLEIÐINDIN
61
var 60 stundir eða meira 1 staðinn
fyrir 35-40 núna.
Nú til dags eru leiðindi hins vegar
talin eitthvað óbærilegt, eitthvað,
sem verði að drepa með því að snúa
rofa eða gleypa pillu eða hendast af
stað í bíl eða á mótorhjóli. Samtímis
hafa einmitt allsnægtirnar, sem við
höfum skapað okkur, slævt
skilningarvitin og gert okkur
viðkvæmari fyrir ieiðindum. Það er
aðeins meðal hinna sárfátæku, sem
börn nútímans verða að bíða lengi
eftir hjólinu eða stereógræjunum eða
bílnum, sem þau verða að fá. En
einmitt það, að hlakka til einhvers,
sem mann langar sárlega til, er
einhver mesta fullnægja, sem
hægt er að öðlast. Þeir sem fara á mis
við hana, fara svo sannarlega á mis við
mikið.
Þessi vandi er víðar til. Velgengni í
skóla er næstum sjálfsagður hlutur,
jafnvel þótt nemendur hafi ekkert
lagt á sig og engu verulegu bætt við
sig. „Normal” vitnisburður í
menntaskóla er nú fremur A og B
fremur en C. Kynmök, venjulega án
dýpri merkingar, eru nú veitt við
fyrsta stefnumót fremur en eftir
marga mánuði eða jafnvel ár á biðils-
buxunum. Afleiðingin er sú, að
ungmennin hafa fátt að hlakka til.
Og afleiðingin er leiðindi.
Fæstir borgarar hafa heldur neitt
krefjandi að fást við í daglegu lífi
lengur. En er hægt að fara í erfiðar
gönguferðir, sigla brattar flúðir, klífa
há fjöll — en þess háttar viðfangsefni
verður að búa sér til. Þau eru ekki
lengur hluti af daglegu lífi, eins og
þau voru á dögum frumbyggjanna.
Henry P. Ward, geðlæknir í
Washington, segir að lífið bjóði í
frumdráttum aðeins upp á tvennt:
stöðugt öryggi og kjölfestu eða
stöðuga ögru og áhættu. ,,í fyrra
tilvikinu er viðkomandi sífellt
leiður,” segir hann. ,,í því sfðara
oftast smeykur. Ef lífið er of slétt og
fellt, er ekki gaman að því. Það er
nauðsynlegt að taka nokkra áhættu. ’ ’
En það eru til aðferðir til að bægja
frá sér leiðindum á öllum aldurs-
stigum og undir öllum kringumstæð-
um. Foreldrar geta hjálpað börnum
sínum með því að kenna þeim að
bfða — bfða og vinna fyrir því, sem
þeim stendur hugur til. Það er aldrei
of snemma byrjað að kenna börnum,
að lífið getur aldrei orðið endalaus
röð gleðistunda. Anna Jones,
yfirlæknir við Wilson Center í
Minnesota, sem starfar með börnum
er eiga við persónuleg vandamál að
glíma, segir: „Leiðindi eru oft tilraun
til að víkja sér undan sársauka. Mörg
börn neita að viðurkenna þá stað-
reynd, að gleði og sorg skiptast á —
þau hafna sorgarhlutanum og draga
sig þá inn í leiðindi sín. ”
Ábyrgð vinnuveitenda gagnvart
starfsfólki þeirra er hin sama ög
foreldranna gagnvart börnunum.
Þeim ber skylda til að gera störfin eins
örfandi og mögulegt er, bæði vegna
starfsfólksins og vegna þeirra afkasta,
sem þeir óska eftir. Sérhver starfs-