Úrval - 01.12.1978, Síða 64
62
maður þarfnast þess að vita, að það
sem hann gerir sé mikilvægt og hvers
vegna. Til þess að mæta þessum
þörfum verða yfirmenn og atvinnu-
rekendur að umgangast undirmenn
sína með virðingu, hlusta á tillögur
þeirra og veita þeim eins mikið sjálf-
ræði innan starfsins og mögulegt er.
Sé til ein regla um hvernig komast
skuli hjá leiðindum, er hún þessi:
Beindu áhugamálum þínum og
þáttöku inn á nýjar brautir, eitthvað
sem er utan við daglegan athafna-
hring. Leitaðu út fyrir þann ramma,
sem þú gjörþekkir þegar, fyndu ný
verkefni að takast á við — og leiðindi
þurrkast út eins og dögg fyrir sólu.
Eitt af því, sem býður upp á mikla
möguleika fyrir þá, sem vilja láta sér
■ hætta að leiðast, er að snúa sér að því
að hjálpa þeim, sem eru hjálpar
þurfi: Fötluðum, föngum og
sjúklingum, rosknu, lasburða fólki.
Þetta ber ríkulegan ávöxt, ekki aðeins
að það hjálpar þeim sem hjálpina
ÚRVAL
veita, heldur er félagslega
uppbyggjandi líka.
Eindregið er mælt með miklu
líkamlegu álagi, einkum fyrirþá, sem
vinna skrifstofustörf. Malcolm
Baldrige, formaður stjórnar Scovill
Manufacturing Co dvelur löngum
stundum 1 skrifstofu sinni í Water-
bury í Connecticut. En við og við
bregður hann undir sig betri fætinum
til að keppa sem atvinnumaður í
rodeo — villihestareið, kálfasnörun og
nautareið. Það sér ekki á Baldrige að
hann sé 54 ára, og hann gefur þeim
sem leiðist þetta heilræði: ,,Sestu
niður og gerðu lista yfir fimm helstu
viðfangsefni, sem þig hefur alltaf
langað til að fást við. Veldu svo eitt
þeirra og byrjaðu á því. ’ ’
„Veldu eitt og byrjaðu á því” —
það er galdurinn. Því þeir, sem
ákveða að blanda geði við umheim-
inn, að skynja og finna fegurð og
dapurleika og fögnuð, að opna sig
fyrir því, sem er að gerast — þeim
leiðist aldrei. ★
Það voru flóð í Suður-Kaliforníu og björgunarmaður stakk
höfðinu inn um gættina á íþróttahúsinu, sem notað var sem athvarf
fyrir þá, sem misst höfðu heimili sín, og spurði: „Eru nokkrar
ófrískar konur hér inni?” Það varð stutt þögn, en svo glumdi við
hneyksluð kvenrödd: „Drottinn minn! Og við erum ekki einu sinni
orðnarþurrar!”
Funny Funny World.