Úrval - 01.12.1978, Síða 89
UMFERÐAR ÖNGÞVEITl Á LOFTVEGUM EFRÓPU
87
Lá við
slysi
Aix-En-Provence/Reuter. — í
gær lá viö, aö þýsk og frönsk
flugvél rækjust á skammt frá
Lyon. Var hér um að ræöa
þýska flugvél i leiguflugi og
franska áætlunarvél. Þær eru
báðar af tegundinni Caravelle.
Atburður þessi varð, er vél-
arnar voru i 6000 metra hæð.
Munaöi aðeins 10 sekúndum!
að þær flygju saman. Tókst
flugmönnunum að sveiga vél-
arnar til hliðar, bókstaflega á
siðasta augnabliki. Ekki er
vitað hve margir farþegar
Tíminn, 30. ágúst '78
hafa æði sterkan grun um, að í raun-
inni sé þagað yfír mörgum atburðum
af því tagi fyrir hvern einn, sem
kemur á skýrslur.
Verst er ástandið á Miðjarðarhafs-
svæðinu, þar sem tæknibúnaður
sumra flugturnanna þolir hreinlega
ekki áiagið, þegar skemmtiferðaum-
ferðin verður hvað mest. Sérstaklega
hefur spánska lofthelgin verið gildur
prófsteinn á snarræði margra flug-
stjóra. A síðasta ári, svo dæmi sé
tekið, flaug Derek Baker, flugstjóri,
flugvél frá British Airw'ays frá London
til Valencia með 82 farþega. Allt í
einu sá hann Boeing 747 frá E1 A1
koma þjótandi á móti Trident Three
þotunni hans. Hann rykkti stýrinu að
sér og tókst með naumindum að af-
stýra árekstri við Boeing vélina. Tíu
mínútum seinna, þegar hann var að
ienda að fyrirmælum frá flugturnin-
um í Valencia, uppgötvaði hann að
hann var í árekstursstefnu við Dan-
Air 727, sem hann hafði rétt í því
verið í talsambandi við. Sem beturfór
tókst honum llka að sveigja þar frá
árekstri.
10. september 1976 var Trident
þota frá British Airways á leið frá
London til Istanbul í júgóslavneskri
lofthelgi. í flugturninum í Zagreb var
reyndur flugumsjónarmaður,
Gradimir Rasic. Hann hafði ellefu
flugvélar á radarskerminum hjá sér.
Svo virðist sem hann hafí ekki tekið
eftir því, að samtímis því að Trident
vélin flaug í suðaustur í 33 þúsund
feta hæð í svokölluðum „fluggangi”
Upper Blue 5, var júgóslavneskri
leiguflugvél af gerðinni DC 9 á leið
til Kölnar beint inn 1 sama ,,flug-
gang” og sömu hæð, í stefnu norð-
vestur. Flugvélarnar skullu beint sam-
an og þeir 176 manns, sem í þeim
voru, fórust allir. Rasic var dæmdur
fyrir gróft kæruleysi — en margir sér-
fræðingar telja, að sökin liggi hjá
ófullnægjandi tæknibúnaði og því að
menntun flugumferðarstjóranna hafí
ekki haldist í hendur við aukna um-
ferð á svæðinu. Á síðustu fimm árum
hefur legið við árekstmm á Zagreb-
svæðinu að minnsta kosti 32 sinnum.
Evrópsku ,,fluggangarnir,” sem