Úrval - 01.12.1978, Page 103
PENDÚLL ALHEIMSINS
101
aðrir eðlisfræðilegir eiginleikar efnis-
“ins, ekki þyngdin ein saman, að
breytast. í ljós kom að svo var einnig.
Mjög nákvæmar rannsóknir staðfestu,
að í nánd við hitaflösku, sem kalt og
heitt vatn var að blandast í, eða !
nánd eimingarflösku þar sem
upplausn fór fram, breyttist sveiflu-
tíðni kvartsplata og rafleiðni og
rúmtak sumra efna minnkaði.
Vísindamaðurinn dregur þá
ályktun, að upphafningu tímans fylgi
aðeins „óafturkallanleg” efnabreyt-
ing, eða á meðan kerfíð hefur enn
ekki komist í jafnvægi á ný. En
hvernig er hægt að sýna fram á þetta?
Það er alkunna, að við sjáum
stjörnur ekki þar sem þær eru núna,
heldur þar sem þær voru fyrir
áratugum eða jafnvel hundruðum
ára, eða fyrir nákvæmlega jafn
löngum tíma og það tekur ljósið að
ná til jarðar frá stjörnunum. En hvað
tímann varðar, þá er þessu öðru vísi
farið. Þar sem hann er ekki dreifður
um allan alheiminn líkt og ljósið,
heldur er allsstaðar samtímis, þá
hefur hann samstundis áhrif á efni og
efnabreytingar.
Til þess að segja þetta á ljósari hátt,
þá getur maður, ef notaðir eru
eiginleikar tímans, fengið tafarlausar
upplýsingar frá hvaða stað sem er í
alheiminum eða sent þær hvert sem
er. Aðeins í því tilfelli er ekki um að
ræða neinn árekstur við afstæðis-
kenninguna. Ef reiknuð væri staða
stjörnu á ákveðinni stundu og
stjörnusjónauka beint að þeim hluta
himinsins, sem þá væri ekkert sýni-
legt á, myndi kenningin um breyt-
ingar á vægi lóðtoppsins sannast. Það
var þannig, sem hin raunverulega
staða Procyon var ákvörðuð.
Tilraunir dr. Kozjrevs voru
prófaðar í Moskvu. Niðurstöðunum
bar saman. Samt færa sumir vísinda-
menn þau gagnrök að þótt þessar
tilraunir brjóti í bága við þekkt lög-
mál sígildrar aflfræði, leiði það í
sjálfu sér ekki til þeirrar niðurstöðu að
tíminn sé gerandi þáttur. I
rannsóknarstofu á jörðinni, er aðeins
unnt að afhjúpa einstaka eiginleika
tímans, eiginleika, sem maðurinn
getur getið sér til um af þekkingu
sinni. En dr. Kosjrev er þeirrar
skoðunar, að eiginleikar tímans
birtist hvergi í heild nema í öllum
alheiminum, þar sem hann hafi sér-
stöku hlutverki að gegna.