Úrval - 01.12.1978, Síða 112
110 ÚRVAL
Banvænt œxlið á mænu Donalds stækkaði og stækkaði
þangað til uppskurður var óhjákvœmilegur. En tilþess að
hann tækist, urðu læknarnir að stöðva starfsemi hjarta
hans og heila — gera hann að lifandi líki.
UDITH RODGER var 26
vp ára, þegar hún horfði á
vj(- nýja kennarann taka við
vtr fimmta bekknum,
stofunni hinum megin
við ganginn frá hennar eigin fímmta
bekk í barnaskólanum á Barker Road
utan við Rochester í New York ríki.
Hún vissi, að hann hét Donald
Hauck. Hann var 25 ára, drengjalega
laglegur, liðlegur og fjaður-
magnaður. Góðsemin skein úr brún-
um augum hans og síkviku brosinu.
Brúnt hár Judy féll niður á axlir
hennar. Andlitsdrættirnir voru
reglulegir og augun blá. Donald
þótti hún himnesk opinberun.
Á fyrsta stefnumótin þetta haust,
1968, komst hún að því, að Donald
snerti ekki áfengi. Hann sagði að það
væri að fyrirskipun lækna. Hann
fengi áköf höfuðverkjarköst og verki
aftan í hálsinn, og þessu fylgdu and-
styggðar ofsjónir: Þríhyrningar,
ferningar og hringir í fáránlega
skærum, logandi litum, rauðum,
bláum og blöndum úr þessum litum.
Læknarnir vonuðust til að þetta hyrfi
smám saman, ef hann gætti þess að
neyta ekki áfengis eða reyna mikið á
sig.
Innan árs urðu þau hjón.
Á MINNINGARDAGINN 1967
hafði Donald vaknað snögglega við
skerandi sárauka aftan í höfðinu.
Hann taldi sér trú um að það hefði
farið illa um hann í svefni og hann fór
í sturtu til að slaka á vöðvunum. En
það tókst ekki, heldur var heitt vatnið
eins og örvadrífa á hálsi hans. Verkja-
töflur reyndust gagnslausar. Loks,
eftir sex daga þrautir, leitaði hann til
Charles Salamone, taugasérfræðings.