Úrval - 01.12.1978, Side 113
DÁ1NNÍ45 MÍNÚTUR
111
Einkenni Donalds bentu til
blæðingar einhvers staðar þar sem
mænan greinist upp í heilann, og
sýni, sem tekið var af mænu-
vökvanum, staðfesti þessa greiningu.
Yfirgnæfandi líkur voru til þess að
blæðingin væri uppi í heilanum. En
æðarit þar sem litarefni er dælt í blóð-
rásina og fylgst með framrás þess í
heilanum, leiddi ekkert óeðlilegt í
ljðs. Salamone gat sér þess til, að æð
hefði sprungið í höfði Donald, en
síðan lokast sjálf. Ástæðan til þess að
ekkert kom fram á æðaritinu gat verið
sú, að sprungna æðin hefði lokast.
Eftir hálfan mánuð létti Donald
aftur. Sýnin af mænuvökvanum, sem
áður höfðu verið blóðblönduð, urðu
nú hrein. Salamone brautskráði
sjúkling sinn eftir sex vikna rúmlegu.
Útlitið var gott, að undanteknu þvt
að vera kynni að Donald myndi fá
höfuðverkjaköst og sjá einhverjar
ofsjónir, þar til heilinn hefði að fullu
náð sér. Verk Salamones var að öllu
leyti óaðfinnanlegt, enda hafði hann
hlotið þjálfun sína á hinni vlðfrægu
Mayo klínik. Engu að síður hafði
orsökin að veikindum Dónalds farið
fram hjá honum.
NÚ FÖRU GÖÐ ár í hönd fyrir
Hauckshjónin. Þau reist sér rúmgott
hús, með herbergjum uppi fyrir
börnin, sem þau vonuðust til að
eignast.
En hægt og hægt, næstum
ómerkjanlega frá degi til dags, fann
Donald að hann var að missa hæfi-
leikann til að skilja það sem hann las.
Þegar hann reyndi að setja orðin í
skiljanlegt samhengi, rauk öll rökrétt
hugsun í ofsalegan sársauka í höfði
hans. En hann þráaðist við og fór yfir
hverja málsgrein mörgum sinnum,
þar til hann hafði náð merkingu
þeirra. Hann las aðeins það sem hann
þurfti að lesa í sambandi við
kennsluna. Við taugarannsókn fannst
ekkert athugavert við hann.
í nóvember 1974 sneri systir hans
sér til Salamone. „Höfuðverkjar-
köstin eru orðin verri, og fyrir kemur
að hann á fullt í fangi með að halda
meðvitund,” sagði hún.
,,Sendu hann til mín undir eins,”
svaraði læknirinn.
Við rannsókn kom í ljós, að
viðbrögð Donalds hægra megin vom
mjög skörp, yfir meðallagi. Vinstra
megin var hann aftur á móti undir
meðallagi hvað snerti viðbrögð við
sársauka og hitabrigðum. Einkennin
vom taugaboðalegs eðlis. En hvað
þýddu þau?
,,Við verðum að leggja þig inn og
fáæðarit,” sagði Salamone.
Donald mundi vel eftir því, þegar
æðarit var tekið af honum áður. Það
hafði valdið óbærilegum sársauka og
flogum. Hann þverneitaði að gangast
undir það aftur. Salamone reyndi að
sannfæra hann um, að tækninni
hefði fleygt svo fram, að mjög fáir
sjúklingar yrðu nú orðið fyrir sömu
reynslu og hann hafði mátt þola. En
Donald var ekki úr að aka. Salamone
varð að láta sér nægja heilalínurit.