Úrval - 01.12.1978, Page 119
DÁINNI45 MÍNÚTUR
117
fyrir inngjafir í æðar. Þær voru
nauðsynlegar til að vernda líffæri
Donalds Haucks. Þarna voru líka
mælar og ritar til að mæla og rita alla
hugsanlega starfsemi manns-
líkamans.
Þau 25 ár, sem Kuhn hafði verið
hjúkrunarkona, hafði hún aldrei átt í
neinu svona flðknu. Hún hafði verið
tvær vikur að safna saman öllu sem
með þurfti. Hafði hún gleymt
nokkru? Hún fór yfir listann og sá
ekkert athugavert. Það var nóg raf-
magn fyrir áhöldin, sem læknarnir
þurftu. Daginn áður hafði hún kallað
á rafvirkja spítalans til að mæla
styrkinn, og niðurstaðan varð sú að
þrjá iínur til viðbótar voru leiddar til
skurðstofunnar.
Um sjöleytið var komið með
Donald og hann lagður á skurðar-
borðið í miðri stofunni. Yfir-
svæflngarlæknarnir, Bernard Filner
og Sydney Adinis tóku til starfa. Æð
var vakin í vinstri framhandlegg
Donald. Thiopental var notað til að
svæfa hann, en nítrósýra (nitrous
oxid) og morfín héldu honum
meðvitundarlausum. Curare, eitrið,
sem indjánar notuðu á örvarodda
sína, var notað til þess að slaka á
vöðvum hans.
Áður en langt um leið var skrokkur
Donalds orðinn að skógi leiðslna og
þráða. Upplýsingar komu frá höfði
hans (heila rit), öklum hans, hand-
leggjum og bringu (hjartsláttur), við
þvagblöðruna (þvagsöfnun). Kannar
gáfu stöðugar upplýsingar um
líkamshitann 1 endaþarminum og
nefkokinu, þétt við heilann. Þrjár
slöngur lágu upp í munn hans. Ein
baðaði magann með sýrueyðandi
efni. Önnur hélt hlustunartæki og
hitaskynjara ofan á vélindanu. Þriðja
var fyrir loft frá sjálfvirku öndunar-
tæki svæfingarvélarinnar. Leggur
hafði verið þræddur í gegnum hálsæð
inn í hjartað til að fylgjast með
afköstum þess og þrýstingi. I hægra
úlnliðinn var þræddur blóðþrýstings-
kanni. Á vinstra fódegg og hægri
handlegg voru plastplötur með
vírum, sem jarðtengdu rafknúna
hnífa og fyrirbrennslutæki. Klukkan
9.10 var líkamshiti Donalds 36.848
stig á selsíus. Filner hóf að gefa
honum nítróglyserín í æð til þess að
víkka æðar hans. Kuhn hjúkrunar-
kona setti kælingarpúðann, sem hann
lá á, í samband. Tíu plastpokar, hver
um sig þrjátíu sentimetrar á lengd,
allir fylltir af ís, voru lagðir á útlimi
hans og kvið.
Hiti hans lækkaði jafn og þétt.
Klukkan 10.30 var hann kominn
niður í 32,536 stig. Þá var ísinn
tekinn af honum. Loftkælingin í stof-
unni dugði til þess að hitinn hélt
áfram að lækka, niður í um 30 stig.
Sýna þurfti ýtrustu gætni, til þess að
skemma ekki kælda vefi líkamans,
þegar Donald var hallað á vinstri
hliðina, svo að Omaya og Corso gætu
skorið samtímis. Hægri handlegg
Donalds var lyft upp og hann
bundinn, höfuðið sett í klemmu,
slðan var líkami hans þveginn,