Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 119

Úrval - 01.12.1978, Blaðsíða 119
DÁINNI45 MÍNÚTUR 117 fyrir inngjafir í æðar. Þær voru nauðsynlegar til að vernda líffæri Donalds Haucks. Þarna voru líka mælar og ritar til að mæla og rita alla hugsanlega starfsemi manns- líkamans. Þau 25 ár, sem Kuhn hafði verið hjúkrunarkona, hafði hún aldrei átt í neinu svona flðknu. Hún hafði verið tvær vikur að safna saman öllu sem með þurfti. Hafði hún gleymt nokkru? Hún fór yfir listann og sá ekkert athugavert. Það var nóg raf- magn fyrir áhöldin, sem læknarnir þurftu. Daginn áður hafði hún kallað á rafvirkja spítalans til að mæla styrkinn, og niðurstaðan varð sú að þrjá iínur til viðbótar voru leiddar til skurðstofunnar. Um sjöleytið var komið með Donald og hann lagður á skurðar- borðið í miðri stofunni. Yfir- svæflngarlæknarnir, Bernard Filner og Sydney Adinis tóku til starfa. Æð var vakin í vinstri framhandlegg Donald. Thiopental var notað til að svæfa hann, en nítrósýra (nitrous oxid) og morfín héldu honum meðvitundarlausum. Curare, eitrið, sem indjánar notuðu á örvarodda sína, var notað til þess að slaka á vöðvum hans. Áður en langt um leið var skrokkur Donalds orðinn að skógi leiðslna og þráða. Upplýsingar komu frá höfði hans (heila rit), öklum hans, hand- leggjum og bringu (hjartsláttur), við þvagblöðruna (þvagsöfnun). Kannar gáfu stöðugar upplýsingar um líkamshitann 1 endaþarminum og nefkokinu, þétt við heilann. Þrjár slöngur lágu upp í munn hans. Ein baðaði magann með sýrueyðandi efni. Önnur hélt hlustunartæki og hitaskynjara ofan á vélindanu. Þriðja var fyrir loft frá sjálfvirku öndunar- tæki svæfingarvélarinnar. Leggur hafði verið þræddur í gegnum hálsæð inn í hjartað til að fylgjast með afköstum þess og þrýstingi. I hægra úlnliðinn var þræddur blóðþrýstings- kanni. Á vinstra fódegg og hægri handlegg voru plastplötur með vírum, sem jarðtengdu rafknúna hnífa og fyrirbrennslutæki. Klukkan 9.10 var líkamshiti Donalds 36.848 stig á selsíus. Filner hóf að gefa honum nítróglyserín í æð til þess að víkka æðar hans. Kuhn hjúkrunar- kona setti kælingarpúðann, sem hann lá á, í samband. Tíu plastpokar, hver um sig þrjátíu sentimetrar á lengd, allir fylltir af ís, voru lagðir á útlimi hans og kvið. Hiti hans lækkaði jafn og þétt. Klukkan 10.30 var hann kominn niður í 32,536 stig. Þá var ísinn tekinn af honum. Loftkælingin í stof- unni dugði til þess að hitinn hélt áfram að lækka, niður í um 30 stig. Sýna þurfti ýtrustu gætni, til þess að skemma ekki kælda vefi líkamans, þegar Donald var hallað á vinstri hliðina, svo að Omaya og Corso gætu skorið samtímis. Hægri handlegg Donalds var lyft upp og hann bundinn, höfuðið sett í klemmu, slðan var líkami hans þveginn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.