Skaginn - 01.12.1944, Qupperneq 3
Fylgt úr hlaði
Skólinn okkar er ungur, þetta er ann-
að árið, sem hann starfar, öll félagsstarf-
semi skólans er því á byrjunarstigi. —
Nemendafélag hefur verið starfandi
innan skólans frá því í fyrrahaust. Fé-
lagsáhugi nemenda er mikill, og á fund-
um okkar koma fram mörg mál og
merkileg, minnsta kosti finnst okkur
það. Eitt af áhugamálum félagsins er að
gefa út skólablað, og hér hefur blaðið
göngu sína.
Við höfum valið blaðinu nafnið „Skag-
inn“. Staðurinn okkar er í daglegu tali
nefndur „Skaginn“. Á skaganum eigum
við flest öll heima. Hér höfum við verið
hjá pabba og mömmu.
Hér höfum við gengið í barnaskóla.
Hér höfum við leikið okkar æskuleiki
og framið okkar bernskubrek. Hér höf-
um við glaðzt og hér höfum við hryggzt,
og nú göngum við hér í gagnfræðaskóla.
Hvort sem við dveljum hér framvegis,
eða hvar sem leiðir okkar liggja, þá
mun „Skaginn“ okkar alltaf verða
tengdur hlýjum hugsunum.
Þegar við nú í fyrsta sinn komum
opinberlega fram, þá viljum við minn-
ast „Skagans“ okkar. Því heitir blaðið
„Skaginn“.
Staðnum er ef til vill enginn sérstak-
ur heiður sýndur með því að kenna blað-
ið við hann, en öll munum við leitast við
að auka sóma og gengi „Skagans“ okkar
eftir því, sem við höfum vit og getu til.
Þess er ekki að vænta, að fyrsta blað-
ið verði gallalaust, því öll byrjun er
erfið, það er betra að bæta og laga, þeg-
ar búið er að skapa einhverja fyrir-
mynd, heldur en að skapa fullkomið í
fyrsta sinn.
Auk þess eru höfundarnir að sögum
og greinum blaðsins hvorki gamlir né
reyndir í ritmennskunni. Ef til vill eiga
lesendur eftir að sjá merkari greinar
eftir þá höfunda síðar.
Landið okkar er fagurt land. Það á
fjölda af fögrum og merkum stöðum,
sem unaður og uppbygging er að skoða
og heyra um. Flestir skólar leitast því
við að fara með nemendur sína í ferða-
lag, til þess að skólafólkið geti kynnzt
landinu sínu og glaðzt yfir því að eiga
svona fagurt land fyrir föðurland. Ef vel
heppnast með útgáfu og sölu blaðsins,
höfum við von um að geta á þennan
hátt náð okkur í nokkrar krónur, sem
við munum verja til skólaferðalags í
vor.
í öðru lagi höfum við gaman og gagn
af að reyna að semja greinar, sem eiga
að koma út í blaði, þótt blaðið verði
hvorki víðlesið né víðfrægt.
Að lokum viljum við þakka starfs-
mönnum prentsmiðjunnar hér fyrir
hjálpsemi þeirra við blaðið. Og öllum
þeim, sem hafa auglýst í blaðinu, viljum
við þakka fyrir styrk þann, er þeir hafa
veitt blaðinu, með auglýsingunum.
SKAGINN
3