Skaginn - 01.12.1944, Page 6

Skaginn - 01.12.1944, Page 6
Hún sigraði i. María var einkabarn, og var hún sér- staklega mikið eftirlæti ríkra foreldra sinna. María litla hafði tekið eftir því, að mömmu hennar leið eitthvað illa, og hlaut hún því að búa 'yfir leyndri sorg. Eitt sinn sagði hún við móður sí-na: „Elskulega mamma mín, segðu mér, hvað er að þér.“ Móðir hennar varð þögul við, en sagði síðan: „Ég get ekki sagt þér það, María.“ Tárin stóðu í augum Maríu litlu. En hvað gat hún gert, og hvað var það, sem olli elsku mömmu hennar svona hræði- legrar sorgar? María lagðist á bæn og bað guð að hjálpa sér. Um kvöldið, er hún var hátt- uð og sofnuð, hrökk hún upp við ógn- armikinn hávaða, er kom neðan úr stig- anum. Faðir hennar var víst að koma heim. En hvaða rödd gat þetta verið? Var þetta virkilega faðir hennar? María hentist fram úr rúminu, opn- aði dyrnar og gægðist fram. Jú, þetta var pabbi hennar, en ósköp leit hann undarlega út. Hatturinn var aftur á hnakka, andlitið rautt og þrútið og svo þessi ruddalega framkoma. María sá, að móðir hennar var að hjálpa honum, og bað hún hann að hafa hljótt um sig, svo að barnið þeirra heyrði ekki í honum, en hann sinnti orðum hennar eigi, en hrinti henni bara frá sér. Litla stúlkan lokaði hurðinni og hún stóð á gólfinu eins og hún væri negld niður. En allt í einu skildi hún hinn hræðilega leyndar- dóm: Faðir hennar var drykkjumaður. Hún henti sér upp í rúmið hágrátandi og hrópaði með ekkablandinni röddu: „Hvað á ég að gera? Ó, guð minn góður, hjálpa þú mér, frelsaðu hann pabba, ó, frelsaðu hann.“ II. Daginn eftir, er þau sátu við matar- borðið, var móðir hennar föl og niður- dregin, en faðir hennar var eins og hann átti að sér að vera. Hann reyndi að brjóta upp á gamansemi, sem heppnað- ist þó ekki, því að María litla, sem sat á móti honum við borðið, horfði svo ein- kennilega á hann. María sat við borðið, en hún snerti ekki við matnum, en for- eldrar hennar lögðu ekkert að henni, því að hún var ekki vön því að vera með neina duttlunga. Um kvöldið vildi hún heldur ekki borða. Faðir hennar lézt verða reiður og sagði: „En ef ég nú segi: þú skalt borða?“ En það var sama, María neitaði ákveðið. Þá sagði faðir hennar í vingjarnlegum tón: „Elskulega María mín, hvers vegna viltu ekki borða?“ „Ég skal segja þér það, pabbi,“ sagði hún. „Ég hef ákveðið, að í hvert skipti, þeg- ar þú ferð út á kvöldin, þá svelti ég næsta dag.“ Þessu var faðir hennar ekki tilbúinn að mæta. Hann laut höfði, en María gekk út. 6 SKAGINN

x

Skaginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.