Skaginn - 01.12.1944, Page 8
Ferðinni var heitið til ísafjarðar og
inn í ísafjarðardjúp, en í heimleiðinni
áttum við að fara inn í Tunguskóg, og
skoða Simsongarðinn, og þaðan til Súg-
andafjarðar og síðan heim.
Við komum til ísafjarðar klukkan
hálf þrjú, en þar áttum við að vera yfir
nóttina. Um kvöldið fórum við í kvik-
myndahús, en þegar við komum þaðan
vorum við stelpurnar allar hálf kjökr-
andi. „Ó, hvað hann var fallegur. Guð,
hvað hann var sætur.“ Þetta var við-
kvæðið allt kvöldið. En maðurinn, sem
lék í myndinni, var hálshöggvinn, en
það þótti okkur svo leiðinlegt, vegna
þess, að hann var svo fallegur.
Við sváfum í barnaskólanum á ísa-
firði. Hann er þrjár hæðir. Við stelp-
urnar sváfum í einni kennslustofunni á
neðstu hæð, en strákarnir á miðhæðinni.
Það var dansleikur þetta kvöld í Al-
þýðuhúsinu. Okkur langaði ákaflega
mikið til að fara á dansleikinn, en þá
þurftum við fyrst að spyrja skólastjór-
ann um leyfi. En þegar til kom, þá þorði
enginn að tala við hann, blessaðan.
Sonur skólastjórans, Baldur að nafni,
var líka með í ferðalaginu, en hann var
ekki smeykur við karlinn hann pabba
sinn, svo að við krakkarnir sendum hann
fyrir okkur. En ekki var svarið sem bezt.
Það var eitt „nei“.
Ekki var skólastjórinn mikill vinur
okkar þetta kvöld. Það var farið að
skyggja seint á kvöldin um þetta leyti,
enda var þetta um miðjan ágúst. Við
stelpurnar vorum í þann veginn að ganga
til svefns, og vorum ekki í sérlega góðu
skapi, bæði vegna kvikmyndarinnar, og
eins vegna hins, að fá ekki að fara á
dansleikinn. En þá var barið að dyrum.
Það voru kennararnir okkar, og á eftir
þeim komu strákarnir. Það átti að fara
að segja draugasögur, og var það mjög
skemmtilegt, þar sem hálfrökkur var í
stofunni og mjög draugalegt.
Þegar búið var að segja draugasög-
urnar, sungum við nokkur lög, en ég og
vinkona mín spiluðum undir á gítar.
Þegar allir strákarnir og kennararnir
voru farnir út úr stofunni, kom Bald-
ur, sonur skólastjórans, til okkar og seg-
ir: „Stelpur, eru þið með á dansleik-
inn?“ „Ha! hvað segirðu?“ hrópuðum
við allar. „Eigum við að fá að fara á
dansleikinn?“ „Uss, hafið þið ekki svona
hátt,“ segir Baldur. „En það eru glugg-
ar á húshjallinum, og þegar maður er
búinn að stunda leikfimi frá því maður
kom fyrst í barnaskóla, þá væri nú
reynandi að skríða út um einhvern
gluggann. En þar sem þið eruð nú á
neðstu hæð, þá er það nú ekki mikið
fyrir ykkur að bregða ykkur út í bless-
að kvöldloftið,“ og Baldur hló. Síðan
hélt hann áfram: „Þið ættuð nú annars
að leyfa okkur að koma hingað og fara
út um gluggana hjá ykkur, því að það
er styttra niður á götuna, en ég skal á-
byrgjast allt.“
Við samþykktum í einu hljóði.
„Baldur,“ var kallað ofan úr stigan-
um; það var skólastjórinn, sem kallaði.
Baldur þaut út úr stofunni. Við fórum
nú að athuga málið; jú, þetta var reyn-
andi. Til allrar hamingju sváfu kennar-
arnir í lestrarsal skólans, en það var fal-
legasta og bezta herbergið í honum, og
þangað heyrðist ekki mjög mikið, þótt
gengið væri um. Við fórum nú að búa
okkur á dansleikinn og vorum brátt til-
búnar. Augnabliki síðar var rjálað við
hurðina, og allur strákahópurinn lædd-
ist inn. Þeir læddust eins og kettir niður
allan stigann og héldu á skónum.
Á skólastofunni voru tveir gluggar,
8
SKAGINN