Skaginn - 01.12.1944, Page 9
og snéru báðir út að sömu götunni. Við
héldum niðri í okkur andanum á meðan
krakkarnir týndust út, en sum lágu á
hurðinni og hlustuðu eftir, hvort nokk-
uð hljóð heyrðist frá kennurunum. En
áður en við yfirgáfum herbergin, læst-
um við þeim.
Síðan lagði hópurinn af stað. Það var
eins og við ætluðum að hertaka allan
ísafjörð. Á dansleikinn komumst við, og
var nú heldur en ekki glatt á hjalla.
Klukkan tvö var dansleiknum lokið, og
vorum við hálft í hvoru fegin, því að
hugsunin um að allt kæmist upp, var
alltaf að ásækja okkur. En samt skemmt-
um við okkur hið bezta. Þá kom nú að
því að skríða inn um gluggana aftur, og
gekk það allt slysalaust, þangað til röð-
in kom að síðasta stráknum, sem var
fremur feitlaginn. Hann komst að vísu
hálfur inn um gluggann, en þá steypt-
ist hann á höfuðið niður á gólf; var
aumingja strákurinn með glóðar auga í
öllu ferðalaginu.
Við þessa byltu varð mikill hávaði.
Strákarnir flýttu sér sem mest þeir
máttu, en mundu samt eftir að hafa ekki
hátt. Við háttuðum í skyndi, og þótt-
umst allar vera sofandi. En allt í einu
er hurðin opnuð, og skólastjórinn stóð
ljóslifandi í dyrunum. Hjartað barðist
ákaft í brjóstum okkar. Nú er úti um
okkur. Ég fór að hugsa til guðs, og bað
hann að hjálpa okkur.
„Er nokkuð að ykkur?“ spurði skóla-
stjórinn vingjarnlega. Síðan bætti hann
við: „Mér heyrðist ég heyra einhvern
hávaða, og þess vegna hélt ég að eitt-
hvað væri að, en það getur hafa verið
úti.“ Þegar hann hafði þetta mælt, fór
hann út.
Guði sé lof, hugsaði ég; hann veit þá
ekkert. Síðan lögðumst við allar til
svefns, stóránægðar með sjálfar okkur.
Morguninn eftir var haldið inn á
Reykjanes. Frá Reykjanesi fórum við
út í Ögur, og gistum þar um nóttina.
Daginn eftir héldum við aftur til ísa-
fjarðar.
Nú áttum við að fara inn 1 Tungu-
skóg. Þar heimsóttum við Simson og
skoðuðum garðinn hans. Þar er stór
myndastytta, sem hann sjálfur hefur
búið til, og er hún ákaflega falleg. Þá
eru og einnig há tré, gosbrunnar og
vermireitir, og alls konar blóm. Veðrið
var dásamlegt. Loftið var þrungið fugla-
söng og blómailm. Sólin skein og sendi
hlýja og bjarta geisla sína til okkar, og
himinninn var heiður og blár.
Þarna var nóg af berjum. Við tíndum
eins mikið og við gátum, og borðuðum
á leiðinni til Súgandafjarðar. Við sung-
um nokkur lög, en héldum síðan af stað
til Súgandafjarðar. Þegar við komum
þangað, þá var þar stúkuþing. Við fór-
um á það, enda vorum við öll í stúku,
og auðvitað hinir mestu templarar. Eft-
ir þingið var stiginn dans. Ekki gátum
við nú varizt hlátri, þegar skólastjórinn
segir: „Það fór þá aldrei svo, að þið
fengjuð ekki að dansa, þó þið færuð ekki
á þetta „skrall“ á ísafirði.“
Klukkan níu að kvöldi komum við
niður í Önundarfjörð. Kvöldsólin var
að hníga til viðar, og kastaði gullroðn-
um geislum sínum út yfir ströndina. —
Þegar heim kom, mátti ég ekki vera að
því að segja frá ferðalaginu, enda var
ég orðin svo þreytt; en ég fór að sofa.
Brátt sveif ég inn í draumalandið.
S. J.
Gott og farsælt nýtt ár!
SKAGINN
9