Skaginn


Skaginn - 01.12.1944, Síða 11

Skaginn - 01.12.1944, Síða 11
ólfshvols. — Magnús kennari var í bíln- um, sem ég var í. Hann sagSi okkur nöfn á öllum helztu stöðunum, sem við fór- um fram hjá, og einnig margt um hina sögufrægu staði, sem alls staðar blöstu við augum okkar. Klukkan var orðin rúmlega tíu, þegar við komum að Stór- ólfshvoli. Séra Sigurjón fékk lyklana að barna- skólanum, þar sem við áttum að gista um nóttina. Þegar við komum þangað, fórum við að borða kvöldmatinn, nokk- uð seint að vísu. Þegar það var búið og við vorum búin að koma okkur eins vel fyrir og kostur var á, datt engum í hug að fara að sofa. Til þess var veðrið allt of gott. Við vorum samt of þreytt til að fara að leika okkur, heldur geng- um aðeins um, og töluðum saman. Nokkrir piltar fóru þó í knattspyrnu. Eftir langan tíma og mikla erfiðleika voru allir komnir í svefnpokana. Þá var hurðin milli svefnherbergis piltanna og stúlknanna, opnuð í hálfa gátt. Magnús kennari fór þá að segja okkur drauga- sögur. Þegar klukkan var farin að ganga eitt, var dyrunum lokað. Brátt heyrðist ekkert hljóð úr her- bergi piltanna. Allir voru sofnaðir þar. En í okkar herbergi var verið að tala saman og hlæja mest alla nóttina. Klukkan sex um morguninn voru allir vaknaðir og þá var farið á fætur. Við urðum að bíða mjög lengi eftir mjólk, því að við vorum öllu heiðarlegu sveita- fólki árrisulli. Þegar við loksins fengum mjólkina, vorum við farin að hálf skjálfa úr kulda. Klukkan var orð- in átta, þegar við lögðum af stað, og var það samkvæmt áætlun. Nú héldum við áfram beina leið til Selfoss. Þar var stutt viðdvöl. Næst var ferðinni heitið til Ljósafoss og Þingvalla. Allir voru kátir, þó að lítið hefði verið sofið um nóttina. Það var sungið og hlegið, og allt gert sér til skemmtunar, sem okk- ur gat hugkvæmst. Enginn var bílveik- ur. — Þegar við komum til Sogsvirkj- unarinnar, var auðvitað farið úr bílun- um þegar í stað. Við fórum inn í hús- ið og skoðuðum það allt, og tókum myndir af því, sem okkur þótti mikil- fenglegast. Ekki dvöldum við þar samt of lengi, því að við vildum koma sem fyrst til Þingvalla. Klukkan var að byrja að ganga eitt, þegar við komum þangað. Við vorum ekki fyrr komin á staðinn, þar sem bílarnir námu staðar, en krakkarnir þustu út úr bílunum með nestistöskur sínar. Gengum við síðan að völlunum, sem eru hjá Öxarárfossi, því að þar ætluðum við að borða há- degismat. Það var blikandi sólskin, og blakti ekki hár á höfðum okkar þenn- an yndislega fyrsta júnídag. Náttúrufegurðin er hér svo mikil, að það er ekki hægt að lýsa henni með orð- um. Við flýttum okkur að borða, og þeir, sem fyrstir voru búnir, fóru að leika sér. Nokkrir strákar fóru að æfa sig í ýms- um stökkum. í einu af þessum stökkum rákust tveir strákar saman. Annar þeirra datt niður og lá þar grafkyrr og blóðið fossaði úr sári, sem hann hafði fengið á annað gagnaugað. Það var bundið um sár hans eftir því sem föng voru á, og hann síðan borinn til bílsins. Bílstjórinn ók þá með hann til her- stöðva, sem voru þar skammt frá. Var þar bundið um sár hans aftur, og hann fluttur á hersjúkrahús. Auðvitað vild- um við ekki skemmta okkur meir. Við héldum því af astð til Reykjavíkur, og vorum komin þangað, þegar kiukkan var langt gengin þrjú. Þar biðum við, þar til Víðir lagði af stað, klukkan 5. SKAGINN 11

x

Skaginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skaginn
https://timarit.is/publication/1913

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.