Upp í vindinn - 01.05.1998, Side 7
Námsferð 3 árs nema vorið 1997
allur hópurinn á brasilískum veitingastað á
horni 7. Stræti og Mission. Eftir óvenjulega
en góða máltíð var gengið venju fremur
snemma til náða þar sem morguninn eftir
var meiningin að leggja snemma af stað til
Los Angeles.
Laugardagurinn 24. maí.
Hótelið var kvatt klukkan sjö um morg-
uninn. Ætlunin var að keyra hálfa leiðina til
Los Angeles. Þegar komið var til Santa Cruz
varð ljóst að öll mótel meðfram þjóðvegi
eitt voru fullbókuð nema nokkur herbergi á
Best Western í Santa Cruz bænum. Þetta
mátti rekja til Memorial day weekend sem
er löng helgi og kaninn á faraldsfæti. Því var
deginum eytt í Santa Cruz. Stóðið hélt niður
á strönd og hóf að spila blak fremur fáklætt.
Nokkrir næpuhvítir Islendingar innan
hópsins brunnu eilítið á kroppnum. Það
voru því hálfgerðar bunarústir sem lögðu
sig inn á mótelið meðan hin gengu helstu
verslunargötu bæjarins. Klukkan átta um
kvöldið lá leiðin í staðartívolíið þar sem
helmingur hópsins gekk langleiðina í
barndóm.
Sunnudagurinn 25. maí.
I vændum var mikið ferðalag en 10 tíma
akstur var til Los Angeles. Ætlunin var að
koma við á sem flestum af þeim stöðum sem
staðfróðir höfðu bent á. Fyrsti
viðkomustaður var Mortal Beach,
höfuðstaður Kaliforníubúa til ársins 1849,
en ætlunin var að skoða þar sædýrasafn.
Þegar þangað kom var biðröðin í safnið það
löng að dýrmætum tíma varð ekki eytt í
henni; enn var löng ferð fyrir höndum.
Næst var staðnæmst í bænum Carmel by
the sea skammt frá, en í þeim bæ var sjálfur
Clint Eastwood bæjarstjóri á sínum tíma.
Ekið var þar í gegn á mettíma. Þá var
stefnan tekin á Hearst kastala. Leiðin
þangað var í meira lagi hlykkjótt og erfið
yfirferðar. Þegar þangað kom sáu menn að
skoðunarferð kæmi til með að taka of langan
tíma. Því var brennt áfram. Ferðin eftir
þetta gekk í flesta staði vel þrátt fyrir óvenju
mörg stopp á leiðinni. Los Angeles heilsaði
á ellefta tímanum og farsakenndur dagur,
sem þrátt fyrir allt var að margra mati sá
besti í ferðinni, var að kvöldi kominn.
Mánudagurinn 26. maí.
I dag fengu verkfræðinemar frí líkt og
Bandaríkjamenn. Bjarni Bessason nokkur
fór snemma í búðir en flestallir aðrir sváfu
fram að hádegi og létu daginn líða með því
að ganga um ströndina, spila imbablak og
njóta lífsins.
Þriðjudagurinn 27. maí.
Dagurinn hófst á því að bruna átti niður í
miðborg LA að líta á höfuðstöðvar Cali-
fornia Department of Water and Power. Sú
stofnun er ígildi ráðuneytis í Kaliforníufylki
og hefur yfirumsjón með mikilvægum
málaflokkum, sem eru vatns- og orkuöflun
innan fylkisins. Þegar starfsfólkið í móttöku
hótelsins frétti af þeirri fyrirætlun reyndu
þeir ekkert til að dylja hneykslun sína og
sögðu að trúlega væri þetta fyrsti
túristahópurinn sem bæði um leiðarlýsingu
þangað niður eftir. Þegar áfangastað var náð
tók vingjarnlegur maður á móti hópnum,
fór með hann upp á 17. hæð og las yfir
áhugasömum í klukkutíma. Eftir að gest-
gjafinn hafði verið leystur út með allgóðum
gjöfum var haldið áleiðis í Waste Manage-
ment Ltd. sem er sorpurðunarmiðstöð Los
Angeles. Dagurinn var óbærilega heitur,
hitinn rúmar 40°C, og þótti íslenskum nóg
um. Urðu flestir því fegnir þegar dag-
skránni lauk og unnt var að kæla lúin bein.
28 - 30. maí.
Nú var eiginlegri námsferð lokið og Bjarni
hélt heimleiðis. Los Angeles var skoðuð með
augum túrista úr limosínu, auk þess sem
farið var í Universal Studios í kynningar- og
skemmtiferð. Leiktæki voru prófuð og náði
ET ferðin að vekja upp ýmsar tilfínningar.
Jafnframt var hangsað á ströndinni og bjórar
drukknir.
Laugardagurinn 31. maí.
Flogið var til New York og náðist inn á
Washington Square Hotel um
eftirmiðdaginn. Kvöldið gaf tækifæri á að
kynnast næturlífi New York borgar og ná
upp stemmingu fyrir morgundaginn.
Sunnudagurinn 1. júní.
Dagurinn var sannkallaður hápunktur
ferðarinnar, en farið var á U2 tónleika í New
Jersey. Akvörðun var tekin um að mæta
tímanlega, svo mikið sem 6 klukku-
stundum fyrir tónleikana. Dagurinn fór því
í að bíða á gangstéttarbrún við Giant
Stadium, New Jersey og borða pizzur. Víst
er þó að U2 sviku engan.
2. - 4. júní.
I New York var aðaláherslan lögð á að kynna
sér verslunarmenninguna. Allir kepptust
við að kaupa sem allra mest, til að gleðja
sjálfan sig og aðra. Þrír úr hópnum lögðu
m.a. á sig langan göngutúr til að finna hina
margrómuðu undirfatabúð Victorias Secret.
Einnig gafst smá ráðrúm til að skoða
Empire State bygginginuna og annað
markvert í stórborginni.
Fimmtudagurinn 5. júní.
Heim.
...upp t vindinn
7