Upp í vindinn - 01.05.1998, Page 8

Upp í vindinn - 01.05.1998, Page 8
Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur Birgir Jónsson lauk 1969 B.Sc.Hons. prófi í jarðfræði frá háskólanum í Manchester, Englandi og 1971 M.Sc. prófi í jarðverkfræði frá háskólanum í Durham, Englandi. Vann hjá Orkustofnun frá 1971 til 1997 við undirbúningsrannsóknir vatnsorkuvera. Frá 1997 hjá VSÓ Ráðgjöf við eftirlit með byggingu Sultartangavirkjunar. Stundarkennari við Jarðfræðiskor HÍ1975-1993 og við Byggingarverkfræðiskor HÍ1980-1997. Sultartangavirkjun og íslensk orkumál Vegna þess hve ísland er jarðfræðilega virkt er landslag hér mjög ungt, sem veldur því að langsnið vatnsfalla hér eru mjög lítið þroskuð og því óregluleg með stórum þrepum. Vegna þessa er hér á landi hægt að fá fram hátt fall í virkjunum með mun lægri stíflum og styttri vatnsvegum en í löndum þar sem landslag er eldra og langsnið vatnsfalla eru þroskaðri. MYND 1 Nýjasta mynsturáætlun fyrir vatnasvið Þjórsár ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir að veita Þjórsá til Þórisvatns um Norðlingaölduveitu. 99,9 99,6 MYND 2 Umhverfisvænt rafmagn í Evrópulöndum. Stöplaritið sýnir þann hluta raforkunnar í hverju landi sem er framteiddur á sjálfbæran, mengunartausan hátt. Þetta er nær attt vatnsorka. Jarðhiti, sótar- og vindorka mælast varla, nema rafmagn frá jarðhita er nokkur prósent á íslandi. ísland og Noregur hafa þarna algjöra sérstöðu og reyndu að vekja athygli á henni á Loftslagsráðstefnunni í Kyoto í desember 1997 með litlum árangri. Margar mynsturáætlanir (master plan) hafa verið gerðar fyrir vatnasvið Þjórsár og Tungnár en eftir því sem fleiri virkjanir eru byggðar á vatnasviðinu binda þær nokkuð hendur manna um hvað hægt er að gera í framtíðinni. A mynd 1 er sýnd síðasta mynsturáætlun fyrir efri hluta Þjórsár- og Tungnársvæðis og er þar ein stór breyting frá síðustu áætlun; Nú er gert ráð fyrir að Þjórsá verði allri veitt yfir í Þórisvatn um Norðlingaölduveitu, en áður var bara um 20% hennar veitt í Þórisvatn um Kvislaveitu. 1. Nýir orkusölusamningar Á undanförnum árum hefur Landsvirkjun gert orkusölusamn- inga við þrjá stóra raforku- notendur. Þetta hefur í för með sér að rafmagnsframleiðsla Lands- virkjunar mun aukast á næstu tveimur árum um tæp 50%. Hér er um að ræða raforkusamninga vegna stækkunar álvers ISAL í Straumsvík, byggingar nýs álvers Norðuráls á Grundartanga og stækkunar Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Samanlögð aukning á orkuþörf vegna þessa er rúmlega 2.300 Gwst á ári. Til smanburðar framleiddi Landsvirkjun 4.800 Gwst á árinu 1996 og var það um 93% af rafmagnsfram- leiðslu landsins það árið. Vegna þessarar miklu aukningar í raforkunotkun hefur verið ráðist í Sultartangavirkjun og ýmsar fleiri framkvæmdir. Þegar Sultartanga- virkjun verður komin í rekstur verða íslendingar orðin sú þjóð í heiminum sem notar mest rafmagn á íbúa og er það allt framleitt á mengunarlausan og sjálfbæran hátt, þ.e. með vatnsafli eða jarðhita. Mynd 2 sýnir glögglega hve rafmagnsframleiðsla Islands og Noregs er sér á báti í Evrópu. Meðal annarra nýrra framkvæmda Landsvirkjunar er gerð Hágöngumiðl- unnar ofarlega í Köldukvísl, vestan undir Vatnajökli. Þar mun myndast lón sem verður 37 km2 að flatarmáli eða álíka og Mývatn. Miðlunarrými verður 385 G1 og mun orkugeta raforku- kerfisins aukast um 200 Gwst á ári. Vatnið úr Hágöngumiðlun mun síðan renna niður í Þórisvatn og þaðan um virkjanir Lands- virkjunar neðan þess. Þá var lokið við lokaáfanga Kvíslaveitu haust- ið 1997 sem fólst í stíflugerð og skurðgreftri til að veita efstu kvísl Þjórsár til Þórisvatns. Enn fremur er unnið að aflaukningu í Búrfellsstöð með því að endurnýja vatnshjól í hverflum virkjunarinnar. Nýju hjólin eru af nýrri hönnun sem skilar betri nýtingu og auknu vatnsmagni í gegnum vélar stöðvarinnar og við það eykst afl hennar úr 210 upp í 270 MW. Verður þessu verki lokið á árinu 1998. Aðrar nýjar framkvæmdir eru þær að á árinu 1996 var Blöndu- stífla hækkuð um 4 metra sem eykur miðlunarrými fyrir Blöndustöð og orkugetu hennar. Þá stendur yfir vinna við að setja upp seinni vél Kröflustöðvar og við það eykst afl hennar úr 30 í 60 MW. Loks má geta þess að Reykjavíkurborg er að reisa 60 MW jarðgufuvirkjun að Nesja- völlum og mun Landsvirkjun kaupa þaðan rafmagn fyrir álverið á Grundartanga. Með öllum þess- um aðgerðum ásamt upp- byggingu á háspennulínum og öðrum búnaði verður hægt að anna hinni miklu orkuþörf vegna stóriðju og almennrar aukningar fram til ársins 2005. 2. Lýsing á Sultartangavirkjun Með Sultartangavirkjun er fyrirhugað að virkja fallið milli Sultartangalóns og 8 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.