Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 10
Sultartangavirkjun og íslensk orkumál
Mynd 5. Á þessari mynd sést allt virkjunarsvæði Sultartanga, frá suðurenda frárennslisskurðar
upp að Sandafelli. í baksýn, handan Sandafells sést Sultartangalónið. Farvegur Þjórsár á miðri
mynd var þrengdur á 8. áratugnum til að minnka ísmyndun. Lengst til hægri neðarlega er hin
skógivaxna Klofaey, en þangað komst fé aldrei meðan beit var á svæðinu. Ljósmynd: Emil Þór.
Um páska 1998 höfðu göngin náð
1000 metrum og voru afköst þá 60-70
m á viku og vaktir allan sólarhringinn,
alla daga, en enn aðeins unnið frá SV
enda. Sprengdir eru 5 metrar í einu.
Vinnuferlið er á þessa leið: Borun,
hleðsla, sprenging, útmokstur, hroðun,
skolun og að lokum styrking með
bergboltum og sprautusteypu. Oft þarf
ekki að styrkja eftir hverja sprengingu,
heldur getur verið sprengt allt upp í
fjórum sinnum áður en styrkt er, ef
bergið leyfir. Byrjað verður með öðru
gengi frá NA enda ganganna eftir
páska 1998 og munu afköst þá líklega
tvöfaldast.
Astandi bergsins er skipt upp í 5
gæðaflokka og styrking valin eftir gæð-
um þess. Megnið af berginu hingað til
hefur verið smásprungið kubbaberg í
flokkum 2 og 3 og er algengasta styrk-
ing 5-7 cm þykk sprautusteypa með
stáltrefjum í, til að auka togstyrkinn,
og 8-12 bergboltar á liverja 5 metra.
Boltarnir eru 3 eða 4 m að lengd.
Nokkuð er um sprungur í berginu og
þarf að styrkja bergið nokkru meira en
gert hafði verið ráð fyrir, sérstaklega
hefur bergboltum verið fjölgað við
sprungurnar.
Flestir starfsmenn sem vinna við
gangagerðina eru Islendingar, eða um
90%, flestir með reynslu úr Hval-
fjarðargöngum og jafnvel Vest-
fjarðagöngunum. Hinir starfsmenn-
irnir eru Svíar, allir með mikla reynslu
í gangagerð frá Svíþjóð. Ef fram fer sem
horfir mun gangagerðinni ljúka á
réttum txma.
Stöðvarhús og sveifluþró. Sá verk-
þáttur sem lengstan tíma tekur er
gröftur fyrir stöðvarhúsi, bygging þess
og uppsetning véla- og rafbúnaðar. Því
var byrjað á þessum verkþætti strax í
apríl 1997, en framkvæmdir við jarð-
göng og frárennslisskurð hófust ekki
fyrr en um haustið.
Stöðvarhúsið er sprengt allt að 70 m
niður í berggrunninn, sem er basalt,
bæði kubbaberg og stærra stuðlað bas-
alt, sjá mynd 3. Það er á köflum mjög
sprungið, sérstaklega í tveimur
sprungubeltum við sinn hvorn enda
stöðvarhússins. Þessi sprungubelti hafa
valdið nokkrum erfiðleikum og hefur
þurft að minnka bratta bergveggjanna
sums staðar og auka styrkingu verulega
annars staðar. Hefur þetta valdið
nokkrum töfum við byggingu
stöðvarhússins, en gert er ráð fyrir að
vinna þær upp sumarið 1998 með því
að bæta við aukavakt í byggingar-
vinnuna.
Frárennslisskurður. Hér vinna
saman verktakarnir Suðurverk frá
Hvolsvelli og Arnarfell frá Akureyri.
Skurðurinn er nær allur sprengdur nið-
ur í 3000 ára gamalt hraun, Búrfells-
hraun (mynd 5), sem er eitt af mörgum
stórhraunum sem komið hafa af Veiði-
vatnasvæðinu og hefur það elsta runnið
út í sjó við Eyrarbakka og Stokkseyri.
I efri hluta skurðarins þarf að grafa
niður í grunnvatn og þarf því að dæla
sennilega um 2000 1/s af vatni upp úr
skurðinum. Nú er þegar dælt 800-
1000 1/s. Verkið hefur hingað til
gengið mjög vel og er gröftur lausra
yfirborðslaga vel á undan áætlun, en
sprenging og gröftur bergs fór seint af
stað, en afköst eru hins vegar meiri en
áætlað hafði verið, svo verktakinn mun
ná áætlun í maí-júní 1998.
4. Tengsl Sultartangavirkjunar
og Búrfellsvirkjunar.
Kalla má Búrfellsvirkjun rjómadrop-
ann á vatnasviði Þjórsár. Þar eru báðar
stórárnar komnar saman og þar er
mikið fall á stuttum kafla. ísa- og aur-
burðarvandamál hafa þó valdið
nokkrum erfiðleikum í rekstri virkjun-
arinnar og hefur oft þurft að nota dýr-
mætt vetrarvatn til að skola ís fram hjá
inntaksmannvirkjunum. Þá berst
gífurlega mikið af aurburði Þjórsár inn
í inntakslónið, Bjarnalón, og þurfti
löngum að dæla sandi úr lóninu á
hverju sumri.
Veita Köldukvíslar inn í Þórisvatn
1971 og bygging Sigöldustíflu í
Tungná um 1977 dró mikið úr aur-
burðinum. Efri Þjórsá var þó enn með
óheftan aurburð uns Sultartangastífla
var reist 1982-84. Þá dró svo úr
aurburði að aðeins hefur þurft að dæla
úr Bjarnalóni á um 5 ára fresti eftir það.
Um 3 milljónir rúmmetra af aur bárust
10
...upp í vindinn