Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 13

Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 13
Sultartangavirkjun og íslensk orkumál til sjávar fyrir virkjanirnar, en að- eins um 10-15% afþví magni berst til sjávar nú. ísamyndun við Búrfell minnkaði mikið við byggingu Sultartanga- stíflu, ásamt því að þrengt var að hinum breiða og grunna farvegi Þjórsár á Hafi ofan við Búrfell, sjá mynd 5. Hinn langi frárennslis- skurður Sultartangavirkjunar mun endanlega koma í veg fyrir erfið- leika vegna ísamyndunar og spara margan dýrmætan vatnsdropann sem annars færi framhjá Búrfells- virkjun. 5. Hraunflóð frá Veiðivötnum? Geysistór hraun, 9-10 að tölu, hafa runnið frá Veiðivatnasprungunni til vesturs og suðvesturs, ofan í Þórisvatn og niður með Tungná og Þjórsá, jafnvel allt til sjávar, eins og minnst var á að framan. Hraunflóð þessi hafa í hvert sinn hrakið Tungná og einnig Þjórsá úr farvegi, sínum og neytt þær til að mynda nýja farvegi oftast við norðurjaðar nýja hraunsins. Þessi hraunflóð hafa breytt landslagi og langsniði ánna mikið, hálffyllt dali og mynd- að þar með hagkvæmustu virkjun- arstaðina. Hraunin hafa t.d. myndað virkjunarstaði þeð þvf að þvinga Tungná til að brjóta sér bratta leið gegnum móbergsöldur í Sigöldu og við Hrauneyjafoss og virkjunar- staðurinn við Búrfell hefur mynd- ast við það að hraunin lyftu Þjórsá austan Búrfells, á síðustu 8 þúsund árum, upp um 120 m, en það er fallið sem nú er virkjað vestur fyrir Búrfell niður í Þjórsárdal. Auk þess er Þjórsá þvinguð af hraununum til að renna í hálfhring með hraunjarðinum umhverfis Búrfell og stytta því verulega leiðina aftur í farveg hennar. Eldvirknin hefur þó mikla galla í för með sér, a.m.k. truflun á rennsli Tungnár meðan á gosi stendur og eins gætu hraunin eyðilagt mannvirki eða jafnvel spillt miðlun í Þórisvatni. Talið er að Veiðivatnasprungan sé tengd Bárðarbungu, en eins og komið hefur í ljós með margar afkastamestu gosstöðvar hér, eru þær tengdar slíkum TAFLA 1. Kennitölur Sultartangarvirkjunar megineldstöðvum. Kvikan kemur upp í risastór kvikuhólf undir megineld- stöðvunum eins og Kröflu eða Bárðar- bungu og streymir svo neðanjarðar eftir sprungukerfum í gliðnunarhrinum eins og sást við Kröflu og koma upp á yfir- borðið í miklu magni ef aðstæður leyfa. Stór gos virðast hafa komið upp á 6- 800 ára fresti á undanförnum árþús- undum í Veiðivatnasprungunni, hið síðasta mótaði vötnin í núverandi mynd nálægt árinu 1480 og gosið sem myndaði Vatnaöldur og gaus svo- kölluðu landsnámsöskulagi mun hafa orðið nálægt árinu 870. Það gæti því verið skammt í næsta stórgos í Veiðivötnum, a.m.k. virðist Bárðarbunga vera farin að bæra á sér og þarf því að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Nýja hraunið mun að öllum líkindum koma niður hið breiða hraunsund sunnan Vestur Bjalla, rétt ofan við Bjallavað í Tungná. Gera þyrfti 2-3 km langan varnargarð, 4-5 m háan, til V eða VNV frá Tungná ofan við Bjalla- vað. Þessi ódýra aðgerð myndi bægja væntanlegu hrauni frá Sigöldu-, Hrauneyjafoss- og Sultartangalónum og nálægum mannvirkjum. 6. Umhverfisáhrif vatnsorkuvera Vatnsorkuver geta haft nokkra breytingu á umhverfi í för með sér enda þótt þær valdi ekki mengun. Ár breyta um farvegi og fossar hverfa, land fer undir lón og vatns- veitur, mannvirki rísa í óbyggðum og breyta svipmóti þeirra. Miðlun- arlón hafa áhrif á grunnvatn og geta eyðilagt gróðurlendi, en mynda oft ný. Nauðsynlegt er að meta þessi og önnur slík áhrif, jafnt neikvæð sem jákvæð, áður en ákvörðun er tekin um virkjun. Því er nauðsynlegt þegar á undirbúningsstigum fyrir mynst- uráætlanir heilu vatnsviðanna að láta fara fram mat á umhverfis- áhrifum hinna mismunandi kosta sem koma til greina og hafa landslagsarkitekta og umhverfis- fræðinga með í hópnum sem vinn- ur mynsturáætlunina. Vatnsorkuver, þar með talin miðlun- arlón, þurfa mikið land. Áætlað hefur verið að stærð þess lands sem þurfi undir vatnsorkuver sem hagkvæmt er nú talið að reisa, ásamt þeim sem þegar hafa verið reist, sé um 1100 km2, eða um 1% af flatarmáli landsins. Fjórð- ungur þessa lands er nú þegar stöðu- vötn og árfarvegir, annar fjórðungur er gróðurlendi, en helmingur ógróið land. Draga má úr landþörf virkjana með góðri hönnun, t.d. með því að veita vatni um jarðgöng í stað þess að fara með það um skurði og vötn langar leiðir frá miðlunarlóni að stöðvarhúsi. Afl og orka Fallhæð 42,6 m Uppsett afl 2 x 60 MW Vatnsnotkun við uppsett afl 316 m3/s Orkugeta 880 GWh/ár Rennsli Vatnasvið virkjunar 6,320 km2 og miðlun Meðalrennsli til miðlunarlóns 304 Flatarmál miðlunarlóns með m3/s vatnsborði í 297,5 m.y.s. 20 km2 Miðlunarrými 109 Gl Jarðstífla Lengd 6,100 m Mesta hæð 23 m Meðalhæð 12 m Aðrennslis- Lengd 100 m skurður Mesta dýpt 38 m Aðrennslis- Lengd 3,377 m göng Breidd 12 m Hæð 15 m Jöfnunarþró Botn 270 m.y.s. Botnflötur 15 x 85 m Vatnsborð við uppsett afl 295 m.y.s. Þrýstipípur Lengd 40 m Þvermál 6 m Stöðvarhús Lengd 58 m Breidd 16 m Hæð frá sográsarbotni 45 m Rofahús Lengd 25 m Breidd 13 m Hæð 12 m Frárennslis- Lengd 7,245 m skurður Mesta dýpt 40 m Botnbreidd 10 m Vatnsborð við stöðvarhús 250,8 m.y.s. Vatnsborð við Þjórsá 245,0 m.y.s. Helstu Gröftur 1,500,000 m3 magntölur Sprengingar 2,700,000 m3 Fyllingar 380,000 m3 Steinsteypa 42,000 m3 Steypustyrkarstál 1,800 t Pipustál 175 t Helstu verktakar Byggingar- fstak vinna Fossvirki Sultartanga, samstarf Isaks, Skanska Int. Civil Engineering, Svíðþjóð og E. Phil & Son, Danmörku. Suðurverk og Arnarfell. Vél- og Sulzer Hydro, Þýskalandi, og rafbúnaður ESB International, írandi. ...upp í vindinn 13

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.