Upp í vindinn - 01.05.1998, Qupperneq 23
Um eignaskiptayfirlýsingar
Skráningartafla: Melgerði 18 Skrásetjari: M.H.
Landnúmer: 108035 Kennitala: 040848-7119
Matshlutanúmer: 01 , Dags.: 20.10.97
•*
Uppskipting og lýsing Stærðir
D0 Lokun D1 Rými hæð-röð D2 Notkun texti D3 Höfuð- flokkun D4 Eignar- Hald D5 Botn- flötur m2 D5M Milli- flötur m2 D6 Stigar m2 D7 Op m2 D8 Brúttó- flötur m2 D9 Brúttó- flötur sh < 1,8 DlOa Salar- hæð Min DlOb Salar- hæð max Dll Brúttó rúmmál m3 D12 Nettó -flötur m2 D16 Birt flatar- mál m2 Reikni- tala skipta- rúmmáls D17 Skipta- rúmmál m3
Matshluti 202,7 0,0 4,0 5,4 197,3 25,8 555,2 186,0 171,5 452,5
Botn 21,1
01 1. hæð 105,5 0,0 4,0 0,0 105,5 0,0 279,6 93,9 105,5 248,9
A 0101 íbúð N 0101 98,2 98,2 2,65 2,65 260,3 87,2 98,2 231,1
A 0102 Stigagangur U 0201 7,3 4,0 7,3 2,65 2,65 19,3 6,7 7,3 17,8
02 2. hæð 97,2 0,0 0,0 5,4 91,8 25,8 206,1 92,1 66,0 203,6
A 0201 íbúð N 0201 97,2 5,4 91,8 25,8 0,50 2,60 206,1 92,1 66,0 2,12 195,3
C 0202 Svalir S 0201 8,3 8,3 1,00 8,3
03 Þak 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 48,4 0,0 0,0 0,0
A 0301 Þakrými F 0201 0,00 2,00 48,4
kvæmt reglum Fasteignamats ríkisins og
byggingarfulltrúa.
í upptalningu hér að ofan segir að x
eignaskiptayfirlýsingu skuli gefa upp hlut-
fallstölu (hlutfallstölur) hvers séreigna-
hluta.
Hlutfallstölur geta verið nokkrar eftir
eðli séreignar og samsetningu þeirrar fast-
eignar sem eignaskiptayfirlýsing tekur til.
Mikilvægt er því að sá er eigna-
skiptayfirlýsingu gerir átti sig á fjölda
þeirra hlutfallstalna sem reikna þarf og
þeim grundvelli sem þær hvíla á. En hlut-
fallstölur eru notaðar m.a. til skiptinga á
margskonar kostnaði og rekstrargjöldum
fasteignarinnar. Um skilgreiningu kostn-
aðar og skiptingu hans er fjallað í 43.-47.
grein fjöleignahúslaga.
Breytingar á eignaskiptayfirlýsingu.
Eignaskiptayfirlýsingar þurfa staðfestingu
viðkomandi byggingarfulltrúa áður en til
þinglýsingar kemur. Þinglýstri eigna-
skiptayfirlýsingu og hlutfallstölum er hægt
að breyta enda skulu allir eigendur eiga
þess kost að vera með í ráðum og þarf sam-
þykki allra sem hagsmuna eiga að gæta ef
breytingarnar hafa í för með sér eignayfir-
færslu eða kvaðir á eignarhluta. Felist
breyting aðeins í leiðréttingu í samræmi
við þinglýstar heimildir um húsið og ein-
staka eignarhluta og ákvörðun hlutfalls-
talna samkvæmt gildandi reglum er nægi-
legt að stjórn húsfélags í húsi þar sem
eignahlutar eru sex eða fleiri láti gera slíkar
breytingar og undirriti nauðsynleg skjöl í
því skyni.
Aður skal hússtjórnin gefa öllum eig-
endum kost á að koma sjónarmiðum og
athugasemdum á framfæri. Ef eignarhlutar
eru færri en sex nægir að meirihluti eig-
enda sbr. 16. gr. fjöleignarhúsalaga undir-
riti nauðsynleg skjöl.
Hver eigandi á kröfu á því að hlutfalls-
tölur endurspegli rétta skiptingu húss.
Getur sá eigandi sem telur hlutfallstölur
eða eignahlutföll í húsi sínu óeðlileg eða
ósanngjörn krafist breytinga og leiðrétt-
ingu þar á.
Neiti aðrir eigendur að standa að nauð-
synlegum breytingum getur viðkomandi
fengið dómkvadda matsmenn til endur-
reiknings og endurákvörðunar á hlutfalls-
tölum.
Hægt er að krefjast yfirmats og getur
eigandi sem breyta vill á grundvelli þess
höfðað mál á hendur öðrum eigendum til
ógildingar á gildandi hlutfallstölum og
eignarhaldi og viðurkenningu á hinum
nýju.
Dómsorði getur eigandinn látið þinglýsa
gangi dómur honum í vil og kemur það í
stað eignaskiptayfirlýsingar. Þessari aðferð
er einnig hægt að beita í þeim tilvikum að
þinglýst eignaskiptayfirlýsing er ekki fyrir
hendi og ekki næst samstaða eigenda um
gerð hennar.
Breytingar á húsurii, sem fela í sér
stækkanir hafa í för með sér breytingu á
eignaskiptayfirlýsingu.
Hverjir gera eignaskiptayfirlýsingar?
Leyfi til þess að gera eignaskiptayfirlýsingu
hafa þeir sem sótt hafa námskeið sem hald-
in eru á vegum prófnefndar sem skipuð er
af félagsmálaráðherra.
Slík námskeið eru öllum opin og þeim
lýkur með eignaskiptayfirlýsingaprófi.
Til þess að standast próf þarf prófmaður
að hljóta einkunnina 7.0. Félagsmálaráð-
herra gefur út leyfisbréf til þeirra er prófin
standast og gildir það til 5 ára.
Nú hafa alls um 140 manns hlotið slíkt
leyfisbréf.
Þinglýsingarákvæði.
Byggingarfulltrúi staðfestir eignaskipta-
yfirlýsingu og skal hann senda Fasteigna-
mati ríkisins eintak af henni. Samkvæmt 4.
mgr. 16. gr. fjöleignahúslaga skal það vera
skilyrði þinglýsingar eignayfirfærslu
fjöleignarhúss eða hluta þess að eigna-
skiptayfirlýsing liggi fyrir og að eignayfir-
færsla sé í samræmi við hana. Með laga-
breytingu hefur verið gefin undanþága frá
þessu skilyrði til 1. janúar 1999.
Lokaorð.
Hér að ofan hefur verið gerð grein fyrir
grundvelli og tilgangi eignaskiptayfirlýs-
ingar.
Um yfirgripsmikið efni er að ræða og
hefur því ekki verið gerð tæmandi skil hér.
Það er skoðun höfundar að með setningu
fjöleignahúslaga og reglugerðúm sem á
þeim byggja, ásamt setningu skráningar-
reglna Fasteignamats ríkisins og bygg-
ingarfulltrúa, hafi verið stigið stórt skref til
þess að tryggja réttaröryggi og faglega
skráningu fasteigna á Islandi. □
Heimildir: Lög nr. 26/1994; Reglugerð nr.
471/1997; Reglugerð nr. 233/1996
Skráningarreglur FMR og byggingarfiilltrúa.
...upp í vindinn
23