Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 29
GÍSLI GÍSLASON, landslagsarkitekt FÍLA, Landmótun ehf, Nýbýlavegi 6 kópavogi
Gísli lauk BS námi í jarðfræði frá HÍ 1982 og mastergráðu landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1991. Vann á skrifstofu
Náttúrverndarráðs 1980-1988, þar af framkvæmdarstjóri ráðsins frá 1984. Hefur rekið eigin teiknistofu frá 1991 og stofnaði 1993 Landmótun ehf ásamt
landslagsarkitektunum Einari E. Sæmundsen og Yngva Þór Loftssyni.
Svæðisskipulag Miðhálendis fslands
Hér verður reynt að gefa stutt yfirlit niðurstöður vinnu við svæðisskipulag Miðhálendis íslands.
Hér verður ekki fjallað um að-
draganda né vinnuaðferðir
heldur er skipulagshugmynd-
inni lýst og meginniðurstöðum tillög-
unar eins og hún var auglýst á síðasta
ári. Sérstök áhersla er lögð á að lýsa
þeim þáttum sem hafa í för með sér
mannvirkjagerð á svæðinu. Bent er á að
skipulagsgögnin er hægt að fá hjá
Skipulagsstofnun ríksis.
1. Skipulagshugmynd
Skipulagshugmyndinni er auðveldast
að lýsa með því að horfa á hálendið í
beltum eða brautum eftir mann-
virkjastigi og verndargildi eins og sýnt
er á mynd 1. Annars vegar eru verndar-
heildir þar sem eru ýmis konar
verndarsvæði og hins vegar mann-
virkjabelti þar sem eru mismunandi
byggingarsvæði. Þannig er stuðlað að
því að allri meiriháttar mannvirkjagerð
sé haldið á afmörkuðum beltum eða
brautum, en á hinn bóginn
tekin frá sem stærst og sam-
felldust verndarsvæði eða
verndarheildir þar sem
framkvæmdum er haldið í
lágmarki. Innan verndar-
heildanna eru stærstu
ósnortnu víðerni Islands.
Þeir sem halda því fram að
stærstu víðernin séu utan
hálendisins hljóta að gefa sér
þá forsendu að nú þegar sé
búið að byggja vegi, há-
spennulínur og uppi-
stöðulón langt umfram
ítrustu hugmyndir yfirvalda
vega- og orkumála.
a. Á verndarheildunum eru
einkum náttúruverndar-
svæði og verndarsvæði.
Þar eru einnig helstu
ferðamannasvæði hálend-
isins, útivistarvegir,
gönguskálar og annar búnaður til
útivistar. Á jöðrum þeirra eru víða
vegir og orkumannvirki.
b. Á mannvirkjabeltum eru helstu
byggingarsvæði hálendisins. Þar eru
flutningsæðar raforku og umferðar,
auk uppistöðulóna virkjana. Enn
fremur helstu efnistökusvæði til
slíkra stórframkvæmda. Helstu
þjónustumiðstöðvar ferðamanna,
jaðarmiðstöðvar og hálendismið-
stöðvar, eru jafnan staðsettar við
aðalfjallvegi.
2. Helstu niðurstöður
Skipulag Miðhálendisins tekur til
margra ólíkra hagsmuna og enginn
einn þáttur er allsráðandi yfir öllum
hinum. Hér er því ekki einvörðungu
unnið að áætlun um einstaka þætti á
borð við náttúruvernd, landgræðslu,
orkuvinnslu, uppbyggingu ferða-
þjónustustaða, vatnsvernd eða vega-
gerð, - heldur samræmda stefnumörk-
un um alla þessa þætti.
Ein meginniðurstaða vinnunar er sú,
að hægt sé að gera hvoru tveggja í senn;
að taka frá stór verndarsvæði, en
jafnframt að ganga mjög langt á móts
við hagsmuni orkuvinnslu, vegagerðar
og annarrar mannvirkjagerðar. Ein-
faldir flatarmálsútreikningar einstakra
landnotkunarflokka segir auðvitað lítið
um vægi á milli hagsmuna, s.s. orku-
vinnslu og náttúruverndar.
Þá er rétt að ítreka að marggefnu til-
efni að skipulagsáætlanir eru í sífelldri
endurskoðun og eru ekki stóri sann-
leikur í eitt skipti fyrir öll. Hins vegar
getur búið lengi af fyrstu gerð þegar
fagleg rök eru lögð til grundvallar.
3. Flokkun verndarsvæða
Verndarsvæði eru ferns konar; náttúru-
verndarsvæði, verndarsvæði, vatns-
MYND 1. Beltaskipt landnotkun
...upp í vindinn
29