Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 31

Upp í vindinn - 01.05.1998, Síða 31
Svæðisskipulag Miðhálendis íslands og þjóna um leið þörfum raforku- vinnslunnar. Orkuframkvæmdir hafa haft mikil áhrif á staðsetningu vega á hálendinu. Þar sem lögð er áhersla á að færa línu- leg mannvirki saman í mannvirkja- brautir er sýnt að orkuvinnslan muni áfram gegna stóru hlutverki að þessu leiti. Aðalfjallvegir eru bestu vegir hálendisins og skilgreindir sem e.k. “stofnvegir”, sem verði byggðir sem góðir sumarvegir, með brúuðum ám og færir öllum venjulegum fólksbílum. Þeir tengja saman byggðarlög þvert yfir hálendið og liggja um helstu bygg- ingarsvæði þess. Vegirnir verði opnir a.m.k. 4-6 mánuði á ári. I þessum flokki eru m.a. Kjalvegur og Sprengi- sandsleið, sem lagt er til að færist til vesturs og liggi um Kvíslaveitur. Þjónustusvæði ferðamanna Almennt er gert ráð fyrir að uppbygg- ing ferðamannaaðstöðu verði takmörk- uð á Miðhálendinu. Megináhersla verði lögð á jaðarsvæðin og á nokkur afmörk- uð svæði í nánd við aðalfjallvegi. Þá eru verndarsvæðin sem áður hefur verið lýst öðrum þræði ferðamannasvæði og tekin frá til almennrar útivistar. Þjón- ustustaðir ferðamanna eru flokkaðir eftir þjónustustigi og aðgengileika í ferns konar byggingarsvæði; jaðarmið- stöðvar, hálendismiðstöðvar, skála og fjallasel. Jaðarmiðstöðvar og hálendis- miðstöðvar eru miðstöðvar upplýsinga- og fræðslustarfs á hálendinu. Jaðarmiðstöðvar eru þjónustumið- MYND 3 Hér eru bornir saman hagsmunir orkuvinnslunar og náttúruverndar. Miklir hagsmunaárekstrar eru á Eyjabökkum og í Þjórsárverum sem leiða þarf til lykta á skipuiagstímanum. stöðvar ferðamanna á jaðarsvæðum Miðhálendisins og efst í byggð við meginleiðir inn á hálendið. Staðir í góðu vegasambandi við þjóðvegi með möguleika á starfrækslu ferðamanna- þjónustu allt árið. Hálendismið- stöðvar eru frábrugðnar jaðarmið- stöðvum að því leiti að þar eru ekki möguleikar á heilsársrekstri. Þær eru jafnan miðsvæðis á lengri leiðum og eru staðsettar við stofnvegi hálendisins. 4. Að lokum Land er ekki skipulagt í eitt skipti fyrir öll heldur er það endurskoðað með ákveðnu árabili. Skipulag er í eðli sýnu ákveðin nálgun miðað við bestu fáan- legu upplýsingar, viðhorf og aðstæður á hverjum tíma. Nú þegar er í vinnslu svæðisskipulag í nokkrum héruðum sem ná yfir stóra hluta svæðisins þar sem farið er dýpra í saumana en kostur er í skipulagi Miðhálendisins. Astæða er til að fara varlega í alla meiri háttar mannvirkjagerð á hálendi Islands. Með því að skilgreina bygg- ingarsvæði hálendisins á afdráttar- lausan hátt, í ákveðnum beltum eða brautum, er hægt að taka frá rúm verndarsvæði þar sem öllum fram- kvæmdum er haldið í lágmarki. Hér hefur verið stiklað á stóru og farið hratt yfir sviðið. Samandregið eru helstu niðurstöður tillögunnar þessar: 1. Gerð gróf úttekt á byggingarmál- um, lagðar línur varðandi meðferð byggingarmála. 2. Víðfeðm verndarsvæði eru tekin frá til framtíðar og þau mikilvægustu skilgreind sem náttúruverndar- svæði. Auk þess er vakin athygli á vatni sem auðlind og gerð gróf út- tekt á fornminjum. 3. Sýnt er fram á að mögulegt er fara út í mikla raforkuvinnslu án þess að skaða um of hagsmuni ferðaþjón- ustu og náttúruverndar. 4. Stofnvegakerfi er skilgreint og megináhersla lögð á góða sumarvegi sem þókna hagsmunum ferða- mennsku, orkuvinnslu og almenn- um samgöngum. 5. Tekin eru frá rífleg byggingarsvæði fyrir ferðaþjónustuna auk baklands í formi stórra verndarsvæða. □ Sglls ...að sjálfsögðu ÍSIAK hönnun hf VERKFRÆÐISTOFA B inpsMKSBí 1 Hringbraut 35, 107 Reykjavík. símt 551 1532 / Austurströnd 14. 170 Seltjarnarnesi. sfmi 561 1433 / Fálkagata 18,107 Reykjavík. sími 551 5430 Kennitala 660189-2039. Vsk.nr. 13096 Arkitektastofa Benjamíns Magnússonar Hamraborg 10 fyy MOSFELLSBÆR ...upp í vindinn 31

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.