Upp í vindinn - 01.05.1998, Side 34

Upp í vindinn - 01.05.1998, Side 34
Árni Jónsson Árni er BS byggingartæknifræðingur frá Tækniskóla fslands 1982 og MS í byggingarverkfræði frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi 1987. Hann starfaði á Verkfræðistofunni HNIT hf. 1983-85 og aftur frá 1988. Einnig starfaði hann tímabundið hjá Snjóflóðavörnum Veðurstofunnar 1997. Skafrenningur og snjósöfnun Hugleiðingar um mótaðgerðir. Frá því að snjóflóðin féllu á byggð- irnar á Vestfjörðum árið 1995 hefur verið mikil umræða um snjóflóð og afleiðingar þeirra í þjóð- félaginu. Stjórnvöld hafa lagt mikið fé til rannsókna á snjóflóðum og snjóflóða- hættu, áhættumati og til byggingar snjóflóðavarnarmannvirkja á þeim stöð- um þar sem snjóflóðahætta er mikil. Minna fé hefur verið lagt í rannsóknir á skafrenningi og snjósöfnun en í áður- nefnda liði en í haust hófst samstarfs- verkefni Veðurstofunnar og Meteo- France um þetta efni. í framhaldi afþví voru ýmis mælitæki sett upp á Hveravöllum. Skafrenningur er einn áhrifaríkasti þátturinn í snjósöfnun í upptakasvæði snjóflóða eins og dæmin frá Vestfjörðum 1995 sýna. Það er því nauðsynlegt að láta hann ekki fram hjá sér fara! Vandamál vegna skafrennings eru ekki eingöngu bundin við söfnun snæ- var í upptakasvæði snjóflóða ofan þétt- býlis og utan þess. Skafrenningur hefur einnig mikil áhrif á vegsamgöngur og byggð í landinu og er því mikilvægt að viðkomandi aðilar geri sér grein fyrir vandamálinu og hvernig hægt er að minnka það. Eftirfarandi grein fjallar um skafrenn- ing og snjósöfnun og hvernig áhrifin verða við vegi og í byggð. Þá verður einnig getið tilraunar sem Vegagerðin er að gera með snjógirðingar skammt ofan Litlu Kaffistofunnar í Svínahrauni. Flutningur snævar — skafrenningur Eftir að snjókorn lendir á jörðinni er hægt að tala um að nýtt tímabil hefjist. Með tímanum breytist lögun þess fyrir tilstilli ýmissa áhrifa s.s. myndbreyt- ingar (metamorfisma - þrýstings og hitaáhrifa) og vinda. Falli snjókorn eða snjóflyksur á jörð- ina í logni eða litlum vindi ná angar þeirra að tengjast saman og mynda jafn- Gerð Lyftihæð frá jörð Vindhraði "rúii” 1-3 mm 4-7 m/sek Snjókornin rúlla eða feykjast eftir yfirborði snævar “Saltation" 0,1-0,25 m 8-10 m/sek Snjókornin feykjast upp í loft þegar þau losna úr snjóþekjunni en falla svo hratt niður, hálfgerð stökk. Ekki er um mikinn flutning snævar að ræða. Kóf 1-10 m >12-13 m/sek Nær allur laus snjór hefur feykst í loft upp. Einnig nær losnar um snjó. Mest magn snævar er skammt yfir yfirborði snjóþekjunnar. Mikill tilflutningur snævar. Tafla 1. Flutningur snævar með vindi dreifða snjóþekju sem hefur svipaða eiginleika. Ef vindur hreyfir ekki við snjóþekjunni sígur hún saman með tímanum vegna eigin þunga og mynd- breytingar, snjókornin fá mýkri brúnir (angarnir brotna af og/eða vatnsmóli- kúlin flytjast til á ískristallinum) og bil á milli þeirra minnkar (snjóþekjan þéttist) og tengi milli snjókornanna styrkjast. Blási hins vegar vind- ur þegar eða eftir að snjókornin falla brotna angar kornanna af þeim og þau minnka og verða kúlulagaðri við það að rúlla eða feykjast eftir yfirborðinu. Þegar þau stöðvast í hlémegin lands eða við hluti raðast þau þétt að hvert öðru og tengi milli þeirra taka að myndast og snjóþekjan styrkist. Flutningur snævar í skáfrenningi á sér stað á þrjá vegu, sjá töflu hér að ofan. I töflunni eru gefnar upp viðmið- unarstærðir, ekki eru til nein skörp skil á milli þessara þriggja möguleika. Auk þess að vera háð vindstyrk hafa hitastig, gerð snjókorna, rúmþyngd snjóþekj- unnar og stærð aðsópssvæðis einnig áhrif á hversu mikið magn af snjó vind- urinn getur flutt. Vindhraðaþröskuld- ur, þ.e. sá vindhraði sem þarf til þess að byrja að flytja snjókorn, er mismunandi sbr. það sem ofan er sagt. I lausum snjó er algengt að hann sé um 5 m/sek. Með vaxandi vindhraða vex möguleikinn á því að rífa upp mjög þéttan og gróf- kornóttan snjó og þá geta snjókornin virkað eins og sandur í sand- blæstri þ.e. hjálpar til við losun meiri snævar. Verði hindranir á vegi vindsins vex vindhraðin við það að fara yfir hana eða framhjá en hélmegin minnkar vindhraðinn hratt næst hindruninni og hefur hann því ekki nægilega orku til þess að halda snjókornunum á lofti og þau falla til jarðar. Það fer eftir lögun hindrunarinnar hvernig snjórinn sest hlémegin. I fjall- lendi mynda hvassar brúnir hengjur hlémegin en ávalar brúnir mynda skafl. Það hafa verið settar fram margar líkingar af sambandi fiutningsmagns snævar og vinshraða. Ein slík var sett “Skafrenningur er einn áhrifaríkasti þátturinn í snjó- söfnun í upptaka- svæði snjóflóða eins og dæmin frá Vestfjörðum 1995 sýna.” 34 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.