Upp í vindinn - 01.05.1998, Page 36

Upp í vindinn - 01.05.1998, Page 36
Skafrenningur og snjósöfnun verið erfitt að ryðja hann af götum, því oftast lendir hann á nálægri gangstétt, hins vegar getur verið erfitt, tafsamt og um leið dýrt að moka honum upp til að keyra á losunarstað. Hingað til hefur miklum hluta hans verið rutt upp á gangstíga til trafala fyrir gangandi veg- farendur. Þegar síðan göngustígarnir eru ruddir eru myndaðir háir hryggir á gangstéttarbrún við götu sem bæði veldur vandræðum fyrir ökumenn og gangandi þegar snjó fer að skafa aftur. Skipulag samgöngukerfis í þéttbýli virðist lítið tillit taka til þess að vetur getur verið viðvarandi a.m.k. þriðjung ársins með tilheyrandi snjó. Það er mikilvægt að forma umhverfi vega þannig að sem minnstar hindranir, sem hugsanlega gætu safnað að sér snjó, verði nálægt þeim. Með þvx er bæði átr við kennisnið vegskeringa og fyllinga en einnig mannvirkja í veg- brúnum s.s. leiðara. Þá getur tölu- verðan snjó skafið inn á veg við enda brúa og skapað mikla hættu fyrir ökumenn. Ef ekki er hægt að forma umhverfi vega á byggingarstigi þá er í sumum tilfellum möguleiki á því að byggja snjósöfnunargirðingar til þess að minnka snjósöfnun. Snjósöfnunargirðingar Almennur fróðleikur um snjósöfnunargirðingar Snjósöfnunargirðingar hafa verið í notkun í Evrópu í meira en hundrað ár hjá ýmsum aðilum. Ýmsar gerðir snjó- söfnunargirðinga hafa verið þróaðar á þessum tíma og mikið verið byggt af þeim. Fyrr á tímum voru girðingarnar, burðarvirki og slár, aðallega úr stffu byggingarefni og þær eru það flestar hverjar einnig í dag. Hins vegar hafa plastefni bæst við sem byggingarefni á síðustu árum, fyrst sem net í stað slánna en nú einnig sem staurar. Helsta hlutverk snjósöfnunargirð- inga er að hægja það mikið á vindi að hann missi burðargetu/flutningsgetu og snjórinn falli niður skammt frá girð- ingunni. Með þessu er verið að breyta snjósöfnun þannig að snjór safnisr á fyrirfram ákveðin stað utan þess svæði sem verið er að verja. Snjósöfnunargirð- ingar geta einnig þjónað öðrum hlut- verkum s.s. eins og að minnka skaf- renning vegna hægari vinds og auka sýn en það eru einmitt þættir sem skipta Vegagerðina miklu máli. Vega- gerðin hefur víða um land byggt snjósöfnunargirðingar til þess að reyna að minnka snjósöfnun inn á vegina og skapa með því betri akstursskilyrði. Þá hafa snjósöfnunargirðingar einnig verið byggðar í þéttbýli víða um land til þess að breyta snjósöfnun við ýmis mann- virki. Flestar þessara girðinga eru lág- reistar, milli eins og rveggja metra háar. Snjósöfnunargirðingar hafa verið byggðar á a.m.k. tveimur stöðum á landinu til þess að breyta snjósöfnun í upptakasvæði snjóflóða ofan byggða. Á Siglufirði var byggð girðing á norður- brún Ytra Strengsgils (það er vel þekkur snjóflóðafarvegur þar) en hún grotnaði niður með tímanum sökum viðhaldsleysis. Ofan Olafsvíkur var sett upp snjósöfnunargirðing árið 1985 en þá voru einnig sett upptakastoðvirki vegna snjóflóða í brekkubrúnina ofan Heilsugæslustöðvarinnar. Þær voru franskrar gerðar og gátu snúist eftir vindátt. Líklega hefur íslensk veðrátta ásamt göllum í uppsetningu valdið því að þær virkuðu ekki eins og til stóð. Þær voru teknar niður árið 1996. Snjósöfnunargirðingar geta verið álitlegur kostur þegar snjóflóðavarnir byggðalaga eru skoðaðar en þær koma sjaldan til álita einar sér. Gera þarf rannsóknir hér á landi á því hvernig slíkar girðingar virka, hvaða bygg- ingarefni sé hentugast, hversu háar þær ættu að vera og hvar og hvernig hentugast er að staðsetja þær á við- komandi stöðum. Miklu skiptir að virkni þeirra sé sem best þannig að ekki þurfi að koma til kostnaðarsamra breytinga eftir að byggingu þeirra er lokið. þá þarf að hyggja að því hvaða áhrif aukið snjómagn við girðingarnar hefur á vatnabúskap og rofliættu á fjallstoppum þar sem þær hafa verið settar. Æskilegt er að gera nokkurra ára (helsr 10 ára) rannsóknir á veðurfari áður en lagt er í byggingu snjósöfn- unargirðinga Magn snævar sem fellt er með snjó- söfnunargirðingum er fall af vind- hraðanum. Rannsókn Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins Haustið 1997 gerði Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins (Rb), undir forystu Björns Marteinssonar rannsókn á skjólverkun nokkurra mismunandi gerða neta. Rannsóknin fólst í því að kanna hversu mikil dempun verður er Aratuga reynsla, Frábær gæði og ending er okkar aðalsmerki GLER Œ3I GERÐAVOTTUNM GLERBORGARGLER BORGAR SIG Framleitt undir gcedaeftirliti RB -við þjónustum okkar viðskiptavini GLERBORG DALSHRAUNI 5 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 565 0000 • FAX 555 3332 36 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.