Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 78

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 78
Vatnatilskipun Evrópusambandsins HEIÐRÚN guðmundsdóttir starfarsemsérfræðingur *** hjá Umhverfisstofnun. Hún er M.Sc. í umhverfis- Á heimsvísu búa Evrópubúar frekar vel, þar sem heimsálfan er auðug af vatni, úrkoma er regluleg og þurrkar og flóð eru sjaldgæf. Þrátt fyrir það er 20% yfirborðsvatns í Evrópusambandsríkjunum mengað. Talið er að 65% Evrópubúa nýti grunnvatn sem neysluvatn og 60% evrópskra borga ofnýta grunnvatnsbirgðir sínar. Helmingur alls votlendis í Evrópu er f hættu vegna ofnýtingar á grunnvatni. Notkun vatns til áveitna í Suður Evrópu hefur aukist um 20% síðan 1985. Vegna þessa mikla álags á vatn í Evrópu hefur verið samþykkt tilskipun, Vatnatilskipun ESB, í þeim tilgangi að vernda öll vötn og skilgreina gott vatn í Evópu fyrir 2015. Islensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka upp vatnatilskipun ESB í EES samninginn, og er undirbúningur innleiðingar hennar í íslenskan rétt að hefjast. Meginmarkmið vatnatilskipunar Evrópusambandsins er að setja ramma um vemd yfirborðsvatns, grunnvatns, árósavatns og strandsjávar, og hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vistkerfa. Vatnatilskipunin á að tryggja sjálfbæra vatnsnotkun með verndun nytjavatns, bæta gæði vatna og koma í veg fyrir hnignun vatns, t.d. með því að dregið verði úr losun hættulegra efna í vatn. Tilskipunin á einnig að stuðla að Vatn er nauðsynlegt lífi á jörðinni og er líklega sú auðlind jarðar sem er undir mestum þrýstingi vegna nýtingar. Stór hluti mannkyns, sumir telja allt að 3 milljarðar manna, býr við viðvarandi vatnsskort og takmarkað aðgengi að hreinu og heilnæmu vatni. Meginn þorri þessa fólks býr í Asíu, Afríku og Miðausturlöndum. Vatnsskorturinn setur mikið mark á menningu þessara þjóða og lífsafkomu. Ástæður vatnsskortsins geta verið af náttúrulegum orsökum, s.s. vegna þurrka, þurrða vatnsbóla og breytinga á árfarvegum. Vatnsskortur getur einnig orðið vegna fólksfjölgunar, áveitna, mengunar vatnsbóla og skorts á stjórnun og skipulagningu vatnsauðlindanna. Þrátt fyrir að sum fátækustu ríki heims eigi nóg af hreinu vatni þá hafa þau ekki fjárhagslegt bolmagn til að nýta það. aðgerðum gegn flóðum til þess að bæta ástand vatns og sjávar. Vatnatilskipunin (2000/60/EB) gerir ráð fyrir að í hverju landi verði stjórnkerfi vatnsmála hagað þannig að tekið verði heildstætt á málaflokknum, komið á samræmdu mats- og eftirlitskerfi með gæðum vatns, safnað verði upplýsingum um ástand umhverfis og gerð miðlæg greining á upplýsingum þar um svo að stjórnvöld fái nauðsynlegar upplýsingar til að taka ákvarðanir um skynsamlega og sjálfbæra stefnumörkun í vatnsmálum. Með innleiðingu vatnatilskipunarinnar er verið að samþætta vatnsstjórnun í Evrópu, og er það gert með því að flokka vatnasvið í heildir eftir landfræðilegum og vatnafræðilegum einingum sem kallast vatnshlot (enska: waterbody). Vatnatilskipuninni er ætlað að vernda vatnavistkerfi og tryggja almenningi aðkomu að skipulagningu vatnsmála. Umhverfisstofnun hóf undirbúning innleiðingarinnar á síðasta ári og hélt ráðstefnu um vatnatilskipunina 31. október s.l. Ráðstefnan var tvískipt og fjallaði fyrri hluti hennar um stjórnsýslu og lífríkisflokkun en í seinni hluta hennar var íjallað um aðkomu almennings og annarra stofnana að innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Fyrirlestrar frá ráðstefnunni eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar. I kjölfar ráðstefnunnar voru nokkur verkefni skilgreind og stofnaður hefur verið stýrihópur sem í eiga sæti forstjórar fimm ríkisstofnana sem munu gegna lykilhlutverki í vinnu við innleiðingu vatnatilskipunarinnar, Umhverfisstofnun, Veiðimálastofnun, Veðurstofa Islands, Orkustofnun og Hafrannsóknastofnunin. Jafnframt voru skilgreindir fimm vinnuhópar með afmarkað hlutverk vegna ákveðinna verkefna, um gagnaskil í sameiginlegan gagnagrunn ESB (WISE), um skilgreiningu vatnshlota, um vistkerfisfloklvun, um manngerð og mikið breytt vatnshlot, og um álag á vatnshlot. Hóparnir hafa þegar hafið störf. Samhliða þessari vinnu hefur umhverfisráðuneytið skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögu að frumvarpi til innleiðingar vatnatilskipunar ESB. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögu að lagafrumvarpi fyrir haustþing 2009. Nánari upplýsingar um vatnatilskipun ESB, störf Umhverfisstofnunar vegna innleiðingarinnar og framgang og störf hópanna er á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is og www.vatnatilskipun.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.